Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 63
63
Því næst snýr höf. sjer að Víga-Glúmssögu, og
tilfærir, hvað ýmsir vísindamenn (Möbius, Keyser,
Guðbr. Vigfússon, Rosenberg, Guðm. Þorláksson,
Mogk) hafa sagt um hana. Hafa þeir allir lokið upp
einum munni um það, að hún væri ein af þeim elztu
og áreiðanlegustu Islendingasögum. Þessum dómi
vill höf. ekki hlíta, og kveðst nú ætla að sýna og
sanna, að með vissu megi álíta, að einn þýðingar-
mikill og einkennilegur kafli í sögunni sje tekinnúr
útlendu riti. Við þessa rannsókn kveðst hann muni
geta veikt svo traust manna á áreiðanleik sögunn-
ar, að með meiri líkum en hingað til hafl unnt ver-
ið megi dæma það sem tilhæfulaust, sem í sjálfu
sjer vekur nokkurn grun.
Því næst kemur sjálf ritgerðin, og skiptist hún
í þrjá kafla, og skal jeg nú skýra nokkuð frá inni-
haidi þeirra hvers um sig.
I. (bls. 10—19). í Viga-Glúmssögu er í XIII.
kapitula sagt frá þvi, að bóndinn Kálfur frá Stoklca-
hlöðu svivirðir Glúm í orðum á hestaþingi einu, og
slær verkstjóra hans, er Ingólfur hjet, með hesta-
stafnum, og ljet Glúmur sem hann gæfl engan gaum
að þvi.
í XIV. kap. segir enn fremur frá því, að Ing-
ólfur iagði hug á bóndadóttur eina í grennd við
Þverá. Hún var frið kona. Faðir hennar hjetÞor-
kell og bjó á Hamri. Hann hafði vel fje, en ekki
var hann mikilmenni. Glúmi mislikaði, er Ingólfur
lagði leiðir sínar til Hamars, og reyndi Már, sonur
Glúms, að teija hann af því, en það stoðaði ekki.
Því næst segir svo í sögunni: »Þat var eitt kveld,
er hann kom sið heim ok voru menn mettir, þá
mælti Glúmr: »Nú skulum vjer taka oss fulltrúa
ok skemtum oss; mun ek kjósa fyst, ok ero .iii. mínir