Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 206
20f>
þetta þó ekki; én víða munu kýr hafa gjört fremur
lítið gagn, enda var þá hvergi siður, að því jeg vissi,
að mæla mjólk úr kúm eða vita verulega um gagns-
muni þeirra, nema rjett eptir burð, og ekki heyrði
jeg þess getið, að nokkur legði sig eptir að vita upp.
á víst, hversu mikið smjör hann fjekk úr mjólk
sinni. Það má með sanni segja, að búskapurinn
yfir höfuð var þá tilbreytingalítill. Sonurinn og-
dóttirin löbbuðu venjulegast, þegar þau fóru aðbúa,
sama búskaparferilinn sem foreldrar þeirra, án þess.
að láta sjer detta í hug, að nokkru yrði verulega.
breytt til hins betra, nema ef vera skyldi að fjölga
pening, sem meiri stund var lögð á en að fara vel
með hann.
A nokkrum stöðum við Skagafjörð veiddist tölu-
verður vöðuselur í selanætur. Gekk þá opt mikill
selur inn á íjörðinn frá þorra og fram á einmánuð;
þá lagði selurinn til hafs til að kæpa á ísnurn. Sel-
urinn var opt í vöðum inni á firðinum, margar þús-
undir í hverjum. Hjeldu vaðir þessiropt áframmeð
hinum mesta hraða, og var mjög skemmtilegt að
sjá hið mikla líf og fjör, sem var á ferðum, þegar
selurinn gekk í vöðum. Sumir skutu og sel og
höfðu gagn af, en eigi var hægt að skjóta hann í
vöðunum, því að svo mikið gekk á, þegar vaðurinn
fór í kaf, að enginn dauður selur gat þar flotið.
Skutu menn svo kallaðan slangurssel, þar sem að
eins var einn og einn á stangli eða þá að eins fáir
saman. Skömmu fyrir mitt minni tíðkaðist, einkum
á Eyjafirði, að skutla selinn, en aldrei man jeg eptir
að það tiðkaðist á Skagafirði, og hefir það þá sjálf-
sagt verið lagt niður. Sumir voru svo góðir skutul-
menn, að sagt var, að þeir hefðu getað hæft lófa-
stóran blett á 10 föðmum og þaðan af lengra færi,