Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 129
129
grisk og latnesk kvæði, þá var það af því, að menn
fundu, að hugsanirnar voru svipaðar, en því var
•ekki haldið fram, að þetta væri beinlínis lán, eins
og síðar er orðið titt, einkum eptir að kenning Dar-
wins hefir gagntekið alla, svo að allt í öllum vís-
indagreinum verður að heimfærast upp á hana. En
það er eðlilegt, að menn hafi um allan aldur langað
til að skilja goðsagnirnar, þessar ráðgátur fornaldar-
innar; það er einnig eðlilegt, að menn hafi skoðað
þær á misjafnan hátt, þar sem imyndunaraflið hefir
þar ótakmarkaðan leikvöll. Enda hefir mönnum aldr-
•ei borið saman um, hvernig skilja ætti Edduna: sjálfir
fornmenn gerðu sér ekki ljósa grein fyrir goðsögn-
unum, en þær höfðu myndazt ósjálfrátt og sundur-
laust í anda þjóðanna. P. F. Suhm fylgdi hinni
sögulegu skoðan (Evhemerismus): hann trúði, að Æsir
hefðu verið menn, sem hefðu komið austan að, og
þessari skoðan fylgdi Rask. Finni Magnússyni var
það að þakka, að menn snerust frá þessari skoðun;
hann lagði grundvöllinn til hinnar náttúrulegu skoð-
unar á goðsögnunum, það er: að þær mundu tákna
náttúrulega hluti. En hann hélt of mikið fram stjörnu-
fræði og tímatali, og þess vegna bar minna á mörgu
.sem bann hefir fundið, og seinna hefir verið fram
sett svo sem nýtt, án þess að nefnahann. Samtsem
áður hafði þessi stjörnuf'ræðislega skoðan, sem var
fram sett með fjarska miklum lærdómi, óheppileg
áhrif að því leyti, sem hún gat af sér önnur eins rit
og Hennebergs: »Hvað er Edda?« þar sem höfund-
urinn meðal annars segir, að Skírnisför segi frá
jarðstjörnunum: Mars er Freyr, Merkúríus er Skírnir
og Gerður Venus: það sje lýsing á »Constellation«,
svo að Mars hafi borið saman við Venus, en Merkúríus
Skírnir hafi verið sendboði á milli þeirra. Enn er
9