Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 7
7
því víst, að ékkert af þeim norrœnu guða- og hetju-
kvœðum, sem nú eru til, er éldra en frá víkinga-
öldinni.
Þó nú að nokkrar af sögnum þeim, sem finnast
i Eddunum, um guði og hetjur, sjeu reyndar full-
komlega germanskar eða algerlega norrænar að
uppruna, þá er þó óhætt að segja, að margar þeirra
sjeu annaðhvort framsetning á eða hafi myndaztvið
áhrif af sögnum, kvæðum eða helgisögum, trúar-
eða hjátrúarhugmyndum, sem hálfheiðnir eðaheiðnir
Norðurlandabúar hafa numið af kristnum mönnum
á hinum brezku eyjum á víkingaöldinni,—afmunk-
um eða mönnum, er slíkt höfðu numið í munkaskól-
um þar. Optast hafa Norðurlandabúar numið þetta
á ensku, sjaldnar á írsku, og vanalega munnlega,
en hin munnlega sögusögn hefir aptur vanalega átt
rót sina að rekja til rita. Það má í þessu efni rekja
tvo meginstrauma, er runnið hafa saman, þótt upp-
sprettur þeirra sjeu ólíkar; á annar þeirra upptök
sín í menning (kultúr) Gyðinga og kristindómsins, en
hinn i fornfræðum Grikkja og Rómverja. Þriðja
kvíslin er í rauninni hin upprunalega norræna
goðatrú, sem báðar hinar hafa fallið í og sameinazt
við.
Ýmsar frásagnir um einstaka guði eða aðrar
goðkynjaðar verur eiga þannig rót sína að rekja til
grískra og rómverskra sagna, en áður en þessar
sagnir bárust Norðurlandabúum til eyrna, höfðu
munkarnir breytt þeim og lagað þær í hendi sjer
samkvæmt sínum trúarskoðunum. Sem dæmi þessa
má nefna, að þar sem Loki í Lokasennu bregður
Freyju um, að goðin hafi einhverju sinni komið að
henni og bróður hennar óvörum í óþægilegum kring-
umstæðum, þá er þetta hin alkunna forna frásögn um