Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 232
232
kallaða sigurlykkju riðna, en hún á að lækna skepn-
ur þær, sem draugar slasa; en ekki dugði hún þó í
þetta sinn.
Margs konar voru fylgjur manna; var sagt að
sumum fylgdu hundar, öðrum kettir, ljós o. s. frv.
eða þá svipir nýdáinna manna. Sáu menn fylgjur
þeirra, sem komu daginn eptir, ýmist vakandi deg-
inum áður eða þá í svefni nóttina fyrir. Þá er jeg
var um fermingu, fórst ungur maður í snjóflóði, og
var fluttur liðinn heim á næsta bæ af bændum þar.
Eptir um veturinn sagði kvennmaður á heimilinu,
þar sem jeg var, opt á morgnana, að þá um dag-
inn mundi annarhvor bændanna, sem báru mann
þenna heim til sín, koma, og vildi svo til, að það
gekk optast eptir. Sagði hún, að sig dreymdi ætíð
manninn um nóttina, áður en bændurnir kæmi. Mjög
margt mætti fleira tína til af slíku, en jeg læt þetta
nægja.
Göldrum trúðu menn fastlega um miðja þessa
öld; áttu galdramennirnir einkum að eiga heima á
Hornströndum, og voru þeir þar opt illir viðureign-
ar og hefnigjarnir. í Skagafirði var fyrir mitt minni
ungur maður — manninn ætla jeg ekki að nefna
—; var honum allt í augum uppi til munns og
handa og foreldrar hans allvel ríkir. Þegar hann
var um tvitugt, fór hann vestur á Strandir, og var
þar að smíðum með bónda nokkrum. Bóndi átti
dóttur; leizt henni vel á hinn unga og efnilega mann,
eins og honum á hana, og bundu þau tryggðir sín-
ar, og að því búnu hjelt hann norður og heim til
sín. En brátt snerist honum hugur, svo að hann
sagði stúlkunni upp. Hann hafði skilið eptir smíða-
öxi sína vestra, er hann fór norður, og sendi faðir
stúlkunnar honum hana jafnharðan, er hann fjekk