Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 98
98
Grund«). Hinir hálærðu menn, sem gáfu út hina
miklu Sæmundar-Eddu, hafa einmitt sjálfir styrkt
þetta með því að setja æflsöguna á heiðurssætið út-
gáfunnar. Hvað hinar svo nefndu þjóðsögur eða
galdrasögur snertir, þá sjá allir menn, að þær eiga
ekki að skiljast bókstaflega, en Árni fyrirleit allt
þess konar og kunni ekki að meta það, sem heldur
ekki var við að búast eptir þeim tíma sem hann lifði
á (sbr. Werlauff í Nordisk Tidsskr. for Oldk. HI.
116). Árni efast um, að Sæmundur hafl getað feng-
izt við kviðurnar fyrir aldurs sakir (Vita Sæm. pag.
XIV), en Sæmundur kom út hingað 1076, og andað-
ist 1133, var hér því 57 ár, og á þeim tíma gat
hann margt afrekað. Það sem Árni segir annars
um þetta efni, finnst mér fremur gera höfundarskap
Sæmundar líklegan heldur en hitt; því það, að Sæ-
mundur er hvergi nefndur á nafn, hvorki i sjálfri
Eddubókinni né i Gylfaginningu, það hefir ekkert að
þýða og er enda eðlilegt og samkvæmt þeirra tima
aðferð. Árni getur ekki trúað neinu, nema það sé
sannað með vitnisburði fornra höfunda (vetustis testi-
moniis); en hvað hafa þessir fornu höfundar annað
ritað en það sem þeir hafa heyrt? Hvað annað en
sögusagnir? Arni efast einnig um höfundarskap Snorra
á Snorra-Eddu, hann heflr ekki þekt yfirskriptina á
Uppsala-bók, eða að minnsta kosti nefnir hana ekki;
og þótt hann hefði þekt þessa yfirskript, þá gat
hann allt eins vel vefengt hana eins og nafn Sæ-
mundar, af þvi Brynjúlfur hafði ritað það áSæmund-
ar-Eddu. Það eitt kannast hann við, að einhver Is-
lendingur muni hafa safnað kviðunum, en hver lík-
legastur er til þess, það hef eg sýnt.
Árni Magnússon, sá strangi og og djúpsæi Kri-
tikus, ætlar, að allar afskriptir af Eddukviðunum sé