Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 236
23G
Margt mætti telja fleira af hjátrú, svo sem það,.
er þá var alsiða, að gjöra kross í smjörið, sem látið
var úti, til að sýna, að eigi væri það tilberasmjör,
að gjöra tjörukross yfir bæjardyrum og fjárhússdyr-
um, til þess að fæla burtu drauga og aðrar illar
vættir, o. s. frv., en það, sem sagt hefir verið í þessu
efni, mun jeg láta nægja sem dæmi upp á hjátrúna.
Hjátrúin er nú stórum minni en hún var áður. Huldu-
fólkið lætur nú sjaldan orðið sjá sig, draugarnir eru
nú orðnir þeir amlóðar, að þeir, i stað þess að drepa
menn, gjöra litið annað en að hornbrjóta kýr og
kindur og því um líkt smáræði. Þó er hjátrúin enn
hjer á landi, eins og annarsstaðar, enda mun hún
jafnan verða fylgifiskur mannkynsins í einhverrí
mynd; það eru t. d. ekki meira en 2 eða 3 ár síð-
an það sannaðist hjer á landi fyrir rjetti, að leitað
hefði verið til kunnáttumanns til þess að láta hann-
koma þvi upp, hver stolið hefði.
Skemmtanir.
Ætíð hafa menn eitthvað sjer til skemmtunar,
að minnsta kosti unga fólkið. Sífellf hvíldarlaust
strit og alvara gjörir menn einræna, hrygglynda og
þunglamalega, og veikir bæði andlega og Hkamlega
krapta. En skemmtanir almennings á uppvaxtarár-
um minum voru hvorki miklar nje margbrotnar.
Börn og unglingar höf ðu ýmsa barnaleiki, sem sjálf-
sagt voru tíðkanlegir þá og eru það enn um land'
allt, svo sem skollaleik, skessuleik, risaleik, hnapp-
leik, og auk þess að hlaupa og stökkva. Skíðaferðir
voru og nokkuð tíðkaðar í Skagafirði, þó mest í
útsveitum, þar sem mikil vora snjóþyngslin, og þótti'
unglingum allskemmtilegt, að æfa sig í, að fara á
skiðum niður hóla og brekkur, en mörg fjekkst þó-