Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 167
gjöld lykilsins að Helgrindum, af því »gillingr« er
lykill Heljar (Sn. E. II. 404), og að »yppa gjöldum
gillings« = »föra upp i dagen hvad gilling kraft i
skatt;« en hvernig geta menn sagt að lykillinn
heimti gjöld eða skatt? Það er þvert á móti rétt
að taka þetta eins og það hefir ávallt verið skilið:
»gjöld Gillings* eru skáldskapur, að »yppa gjöldum
Gillings« er = að yrkja, og frásagan um þetta í
Bragaræðum gefur ekkert meiri ástæðu til efasemda
en annað. — R. segir (1, 390) um »innleið dýra«
(Guðr. kv. II 22), að engi heimild sé fyrir að skilja
það um innyfli. Þetta kalla eg gjörræðistal, þar
sem engin ástæða er tilfærð. Svb. Egilsson bar það
saman við »inlet« (mállýzku á Erri), og N. M. Pet-
ersen féllst á það (Myth. p. 33), og þótti hann þó
hafa vit á slíku. Fornþýzk nöfn á innyflum eru
»innovili, innodli« (o: innleið) (Graff, hjá Miillenhoff,
D. Alt. 2, 211). Það er því ekki heimildarlaust, og
hvað það snertir, er R. kallar það »óskáldlegt« að
tala um innyfli í fornum skáldskap, þá kemur það
ekki sem bezt við, þar sem »iðrar blótnar«, sama
hugmyndin, standa í næstu visu á eptir. Svo stend-
ur þar: »voru í horni hvers kyns stafir ristnir ok
roðnir;« þar vill R. láta »stafi« þýða rúnir, en þá
mundi hafa staðið d, en ekki í, eins og í Egils sögu
kap. 44: »hann tók við horninu ok reist d rúnar ok
reið d blóðinu«, og í visunni: »rístum rún d horni«.
En »stafir« tákna hér innihald hornsins eða töfrin,
sem voru saman sett úr ýmsum efnum, sem kölluð
eru »lyngfiskr langr lands Haddingja, ax óskorið,
innleið dýra . . . urt alls viðar, akarn brunnin, um-
dögg arins, iðrar blótnar, svinslifr soðin;« að ímynda
sér að allt þetta hafi verið rist á hornið, nær engri
átt, nema því að eins að þetta merki einhvern