Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 27
27
■ur Loka, rífur bróður sinn í sundur, eins eru börn
uppreistarenglanna látin rífa hvort annað sundur.
Afkvæmi Loka, Miðgarðsormurinn og Fenrisúlfur-
inn, eru að mörgu leyti afarlík skrímslunum Levía-
than og Behemót, eins og þeim er lýst í Enoksbók
og Jobsbók. Þetta hefir hinum fornu Islendingum
verið fullljóst, sem sjá má af því, að á einum stað
í hinni elztu fslenzku Homilíubók er orðið »Levía-
than« skrifað fyrir ofan nafnið «Miðgarðsormr«.
Ýmir jötunn svarar til Kaos í miðaldaritum, sem
menn skoðuðu sem persónu, er kom til af því, að
menn misskildu orðin: »et tenebrae erant super
faciem abyssi« (og myrkur voru yíir djúpinu) í Genesis
(facies abyssi — ásjóna ginnungagapsins). Að sögn
Vilhelms de Conchis myndaðist Kaos af samblandi
hita og kulda, eins og Ýmir kviknaði af kvikudrop-
um þeim, er drupu, þá er mættust hrímin og blær
hitans. í Eddu segir, að Börs synir hafi gert jörðina
af Ými, þannig að jörðin var gjör af holdinu, sær
•og vatn af blóði, grjót af beinum, himinn úr hausi,
-ský úr heila o. s. frv. Þetta á rót sfna að rekjatil
lýsingar margra miðaldahöfunda á Adarn, sem hafi
verið nokkurs konar smáútgáfa af alheiminum, þann-
ig, að t. d. hold hans hafi verið úr jörð, blóðið úr
vatni, beinin úr grjóti, hárið úr grasi (sbr. »baðmr
-ór hári») o. s. frv. í Honorii Sacramentarium segir,
að hugsanir hans hafi verið úr skýjum (sbr. ský úr
heila). Eins og Eva var sköpuð, meðan Adam svaf,
-og eptir því sem sögusögn, sem enn gengur á Hol-
landi, segir, mynduð úr rifbeini úr vinstri síðuhans,
•eins segir í Eddu um Ými, að þá er hann svaf, þá
óx undir vinstri hönd honum maður og kona. Þar
sem segir í Vafþrúðnismálum, að Ýmir hafi auk þess
-átt sexhöfðaðan son (»fótr við fœti gat j ins fróða