Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 246
246
þá allharða ráðningu, en eigi var hann þó lasnari
á eptir en svo, að hann hljóp út, stökk sjálfur á bak,
og reið i burt hið hvatasta. En svo var almenning-
ur orðinn vanur að gefa förumönnum, að þeir misstu
eigi beininganna, þó þeir yrðu berir að slíkum prett-
um. Kvennmann þekkti jeg, er fór um, Sigurlaugu
að nafni; þá er hún kom í námunda við bæi, svo að
hún gat ætlað, að til sín heyrðist, tók hún einatt
fyrir brjóstið og sagði hátt: »æ! æ! það er að grafa
úr mjer lifrin og lungun*; en mjög fannst mönnum
útlit hennar og fráleikur á annan veg, en að hún
væri svo þungt haldin.
Förumenn þeir, er báðu beininga, voru margir
fremur heimtufrekir, og sumir hverjir illir og önugir,
væri þeim eigi gefið: ull, smjör eða peningar, og
þáðu annað fremur með hangandi hendi og jafnvel
ummælum, og börðu því við, að þeir ættu örðugt
með að flytja fisk og kornmat; en kjöt var óvíða á
boðstólum um sláttinn. Góðgjörðir þóttu þeim litlar
og ónotalegar, einkum ef aðrir en húsmóðirin sjálf
færði þeim matinn. Jeg man eptir því, að Einar
durgur sagði einhverju sinni hjá foreldrum mínum,
er vinnukona skamtaði honum og færði honum mat-
inn: »þó jeg sjái ekki vel, þá sje jeg það, að ekki
er askurinn fullur«. Förumennirnir heimtuðu fylgd
með sjálfskyldu, einkum ef á eða önnurtorfæra var
á leið þeirra. Voru unglingar optast látnir fylgja
þeim, og var það hið mesta kvalræði fyrir æskuna,
að þurfa að laga sig eptir keipum þeirra og hót-
fyndni; stundum var farið of hart fyrir þá, stund-
um valinn verri vegur en vera þurfti, stundum
gleymdist að segja til torfærunnar, áður en hana
bar að höndum o. s. frv., og var þetta og þvíum-
líkt í augum förumanusins litt fyrirgefanlegar yfir-