Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 234
234
vanda, en að morgni fann hann sínar 40 spesíur
undir koddanum, og var fulltrúa um, að Jónas hefði
látið þjófinn skila þeim aptur.
Náskyld galdratrúnni var djöflatrúin, að því leyti,
að menn ætluðu, að vondir menn gætu komizt í
samband við kölska og látið hann gjöra sjer ýmis-
legan greiða; en flestir voru þó hræddir við hann,
eins og við var að búast, og vildu helzt ekkert við
hann eiga. Sumir hafa nú efalaust varizt árásum
hans með góðum bænum, eins og á að vera; en þó
voru þeir til, er hugðu, að betur dygði að illyrða
hann, einkum þeir sem kunnu kvæðið Greðfró. Mað-
ur, sem nú er orðinn gamall, hefir sagt mjer, að á
æskuárum sinum hafi hann þekkt kerlingu, er opt
kvað þessi erindi til kölska:
»Skaltu nú skammast þín,
skálkurinn leiði!
fyrir það þú fórst til mín
um Flærðardalsheiði.
Hæðist þú, heimsku-hrak!
að hjartanu mínu,
æ! dettu aptur á bak
í eilífa pínu«.
Sumum gat þó jafnvel runnið til rifja meðferðin á
kölska. Maður var í Skagafirðinum, nokkuð löngu
fyrir mitt minni, er opt táraðist að sögn yfir með-
ferðinni á honum, þá er hann var við öl, og sagði
umleið: »Bágt á þessi aumingi, svoleiðis—»svoleiðis«
var orðtak hans —, sem engan á að, en allir skamma«.
I mínu minni hefir það og borið við, að menn hafa
þótzt komast í kynni við kölska og þiggja af hon-
um gjafir, og skal jeg nú segja um það sögu eina,
er jeg heyrði sagða fyrir norðan og gjörast átti um
miðja þessa öld og menn trúðu þar víst sumir. Ung-