Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 239
239
unum. Var mönnum þá skipað til sætis, helzt eptir
mannvirðingum, og gjörðu það frammistöðumennirnir;
þeir báru og fram vín ogvistir og önnuðust um, að
allir hefðu nóg og allt færi fram með reglu. Hinn
venjulegi veizlumatur var bankabyggsgrautur með
sýrópsmjólk út á, hangikjöt og bankabyggslummur,
og nóg í staupinu, helzt brennivín, en í fáum veizl-
um meðal alþýðu var þá púns. Kona, sem nú er
orðin öldruð, heflr sagt mjer, að í æsku hennar hafi
í Eyjafirðinum einnig tíðkazt svo kallaðar brauðveizl-
ur, en í þeim var enginn annar matur en brauðmat-
ur. Var lagt fyrir hvern mann viss skammtur, t. d.
svo og svo margar lummur, vöfflur og hveitikökur
(skonrokskökur); hirti hver sínar leifar og hafði
heim með sjer, til að gefa þeim smekk, er heima sátu,.
einkum börnunum. Slikar veizlur munu og stöku
sinnum hafa tíðkazt i Skagafirðinum, þó jeg aldrei
værií þeim; að minnsta kosti man jeg eptir því, að
móðir mín sál. kom á stundum úr veizlum heim með
brauð, sem hún skipti á milli okkar barnanna. Áð-
ur en tekið var til matar, var borðsálmurinn sung-
inn, og mun sumum hafa þótt hann nógu langur;
eptir máltíð var kaffi drukkið og að þvi búnu var
seinni borðsálmurinn sunginn og svo staðið upp frá
borðum. Helzta veizluskemmtunin var: samræður,
söngur, og að drekka fast, en enginn af alþýðu kunni þá
að dansa nyrðra, svo að jeg vissi til, eins og nú mun
vera farið að tiðkast viðast um land. Ekki varþað
ótitt, að i veizlunum kæmi upp rimmur og róstur, er
menn tóku að verða ölvaðir, en það urðu nálega
ávallt einhverjir. Skirnarveizlurnar voru minnstar
og fámennastar, en þó var stundum mikið drukkið
i þeim. I skírnarveizlu var jeg á yngri árum, þar
sem vakað var alla nóttina og drukkið svo, að flestir