Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 35
35
það í ]jós, að hann væri miklu óbundnari og óreglu-
legri en fornyrðislag 12. aldarinnar, og benti það
einnig til, að Völuspá væri eldri en frá þeim tíma.
En í rauninni væri það eitt sönnun fyrir þvi, að
Vsp. sje eldri, að í kvæði einu eptir Arnór jarla-
skáld frá 1065 væri ein vísa (Björt verðr sól að
svartri o. s. frv.), að því er öllum hingað til hefði
komið saman um, annaðhvort beinlínis tekin úr eða
stæld eptir Völuspá 57 (sól tér sortna o. s. frv.), sbr.
59. Eptir því hlyti Völuspá að vera eldri en 1050,
enda mælti allt á móti því, að eddukvæðin yfir höf-
uð gætu verið svo ung, sem höf. vildi gera þau. Það
væri líka óhugsandi, að Snorri hefði notað Vsp.,
eins og hann gerði, sem gott og gilt fornkvæði, ef
hann hefði vitað, að hún væri eptir Sæmund.
n.
í sagnafrœði hafa komið út nokkur rit, sem
snerta Island, og skal jeg minnast á nokkur þeirra.
Jeg vil þá fyrst geta um bók, sem kom út á Þýzka-
landi seint á árinu 1889, sem fyrsti partur af stóru
riti, sem nefnist: »Rannsóknir í verzlunarsögu Ham-
borgar* (Forschungen zur Hamburgischen Handelsge-
schichte, I.). Þessi fyrsti partur ritsins hefir líka.
sjerstakan titil, er hljóðar svo: »Um siglingar Þjóð-
verja til íslands frá 15. til 17. aldar, einkum sigl-
ingar Hamborgarmanna« (Die Islandsfahrt derDeut-
schen, namentlich der Hamburger, vom 15. bis 17.
Jahrhundert) eptir Ernst Baasch, en gæti alveg eins
heitið »kafli úr verzlunarsögu Islands«. Það er ekki
svo mikið ritað í sögufslands um þessar mundir, að
við ekki megum verða fegnir öllum slíkum rannsókn-
um, og því er vert að geta þess sem gert er, þótt
það sje ekki beinlínis ritað okkar vegna. Höfund-