Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 242
242
5 slagi áður en hinir fengu nokkurn slag, var sá
vinningur kallaður múkur, og taldir jafnmargir vinn-
ingar slögunum. Fengju aðrir hvorir 6, 7, 8, eða þá
alla 9 slagina, en hinir engan, var það kölluð 6, 7,
8 og 9 blaða stroka og vinningar taldir jafnmargir.
Þá er hvorki var múkur eða stroka, fengu þeireinn
vinning, sem fyrr náðu 5 slögum. Spil þetta virð-
ist nú að vísu ekki mjög skemmtilegt, en þó var það
spilað með miklu fjöri og opt talað mikið saman,
enda gátu menn setið við það heilum nóttum, t. d.
um hátíðir, og svo er enn í dag sem gamla fólkið
verði ungt í annað sinn, þegar það fer að spila »al-
kortið«. Þess skal getið, að spaðanían var kölluð
Naglajórunn eða Langa-Brúnkolla, og þótti jafnan ills
viti að fá hana.
Naumast eru 40 ár, síðan »vhist« kom að sunnan
norður í Skagafjörð. Var hún þá kölluð »grandissi-
mó«; þótti hún skemmtilegt spil og breiddist brátt
út. Heldri menn spiluðu og mikið »l’hombre« og breidd-
ist það spil brátt út meðal almennings, enda spiluðu
það margir almúgamenn nyrðra milli 1850 og 1860.
Skemmtanir eru enn margar hinar sömu og áð-
ur. Þó er rímnakveðskapur að mestu horfinn og
sögulestur talsvert, og nálega eru allir hættir að
segja sögur og flytja kvæði og þylja þulur, enda
kunna menn nú harðla lítið af slíku, móts við það,
sem áður var; en aptur eru nú blöðin lesin og ýms-
ar skemmtibækur, sem nú er orðinn allgóður kostur
á. Veizlurnar eru miklu skrautlegri, minna brenni-
vín drukkið í þeim, en aptur meira af púnsi og í
veizlum hjá heldri alþýðumönnum er nú drukkið
portvín, sherry, rauðvin og ratafía (kirsiberja brenni-
vin), og hygg jeg, að þessi vín hafi nálega verið
óþekkt meðal alþýðu fyrir 40 árum. Að vísu var