Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 193
193
jafnvel gjört óvenjuna lýtalausa. Flestir þvoðu sjer
með sápu og greiddu sjer, þegar þeir fóru til kirkju
eða á mannamót, en þó mátti jafnvel í kirkjunni,
og það inni i kórnum sjálfum, sjá þá menn, sem
gleymt höfðu því hreinlæti, að þvo sjer, sem sumir
þá að vísu kölluðu tildur, og alls eigi var það ótítt,
að sjá ógreidda karlmenn í kirkjunni, en þó þótti
það fremur ósiður að koma þangað óþveginn og
ógreiddur. Kvennfólk þvoði sjer og greiddi miklu
optar en karlmennirnir; en það henti þá bæði kon-
ur og karla, að þvo sjer úr því, er mundi nú þykja
ófögnuður að heyra nefnt, hvað þá að nota sjálfir,
en þó var þetta farið að þykja sóðaskapur, og ótitt,
þegar jeg man eptir. Maður sannorður, sem enn lifir,
og er nú rúmt sextugur að aldri, Asmundur Krist-
jánsson, nú í Niðurkoti í Melahverfi, hefir sagt mjer
frá því, að þá er hann var 10 ára gamall, var hann
einhverju sinni gestkomandi á prestssetri einu sunnu-
dagsnótt, og sá hann prestinn um morguninn vera
með ónefnt áhald á milli hnjánna, og þvo sjer upp
úr því, og kvað hann sjer, þó ungur væri, og litt
vanur miklu hrei'nlæti, hafa farið líkt og smalamanni
Þorkels háks. Menn mega samt eigi ætla, að þetta
hafi verið almennur siður presta um 1840, því að
þess ber að gæta, að prestur þessi var langt frá að
vera snyrtimaður, og það eptir þátíðar mælikvarða,
og pokaprestur þótti hann í meira lagi. Fyrir mitt
minni var það siður víða, að börn gengu berfætt um
slátt, og að fyrir sláttinn var klippt af þeim hárið,
til þess að ekki þyrfti um heyannirnar að tefja sig
við, að hirða sokkaplögg þeirra og hár, en þessu
var víst gjörsamlega hætt, þegar jeg man til. Það
er gleðilegt, að sjá það, hversu þrifnaði fer einlægt
fram, og er þess ljósasti votturinn, hversu margfalt
13