Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 68
68
fyrirstöðu, að höf. Glúmu hafi fengið efnið í frásögn
sinni frá Disc. cler., þótt varla sje mögulegt, að
hann hafi lesið þessa bók sjálfur. Liklegra er, að
sagan hafi borizt í munnmælum og smámsaman
breytzt, þangað til höf. Glúmu heyrði haná. Þetta
er vel mögulegt tímans vegna, því Glúma er að
minnsta kosti ekki færð í letur fyrr en hálfri öld
eptir að Disc. cler. var ritin. Hins vegar er það
ekki sennilegt, að frásögnin í Glúmu sje byggð á
nokkurri skrifaðri, norskri eða íslenzkri þýðingu á
hinni latnesku smásögu, því að báðar þær þýðing-
ar, sem til eru, eru frá 14. öld, og ekkert bendir á,
að eldri þýðingar hafi til verið.
Þó að höf. álíti, að það með þessu sje fullkom-
lega sannað, að frásögnin í Glúmu sje upprunalega
hin sama og í Disc. cler., og mjög vel geti verið
byggð á henni, þá býst hann þó við, að skeð geti,
að einstaka lesandi láti ekki fuilkomlega sannfærast
af því, og hneigist fremur til að álíta það tilviljun
eina, að sögunum ber svo mjög saman. Hann kveðst
því vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og útrýma
öllum efa úr huga lesendanna. Menn kunna nú að
spyrja: er það ekki ólíklegt, að útlendu efni hafi
þannig verið fljettað inn í íslenzka sögu um íslenzka
viðburði? Nei, öldungis ekki. Slíkt er almennt í
miðaldaritum norðurálfunnar og sama má finna í
öðrum Islendingasögum. Sem dæmi nefnir hann
síðasta hluta Grettissögu og 16. kap. í Ljósvetninga-
sögu. Þá kunna sumir að segja: ekki getur nafnið
(Stokkahlaða) á bæ Kálfs, sem er svo þýðingarmik-
ið í þessu sambandi, verið tilbúningur einn, því að
það er enn til og hefir sjálfsagt verið það á dögum
Glúms, því það er nefnt í Landnámu. Satt er nú
að tarna, segir höf., en hann vonar að hann geti þó