Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 200
200
sviðamessa; þá voru venjulega svið til snæðings.
A þriðjudaginn í föstuinngang var gefið hangikjöt
um kvöldið, en það kvöld kallaðist þá eins og nú
sprengikvöld. Á þriðja í jólum og páskum og á
boðunardag Maríu var eitthvað gefið frábrugðið, t. d.
baunir og feitt kjöt, þar sem það var sjaldsmakk-
að, eða þá kjöt og brauð, og þótti brauðið þá, hve-
nær sem það var gefið, tyllidagamatur. Þegar
konur stigu af sæng, var siður þeirra marga að
gæða fólki sínu eitthvað, t. d. skamta brauð og
kjöt, og kallaðist það sængurbiti.
Ekki minnist jeg þess, að jeg heyrði nokkurs
staðar getið um, að fólk legði sjer til munns bruðn-
ing, fjörugrös, geitnaskóf, holtarætur og njólagraut,
sem jeg heyrði gamalt fólk segja frá, að jetið hefði
verið fyrrum í þeirra minnum í harðindum. En um
flautir heyrði jeg opt talað, þó jeg aldrei sæi þær.
Þær voru þannig gjörðar, að nýmjólk var hrærð eða
slegin með flautaþyrlinum, þangað til að hún var orð-
in nær því tóm froða. Gátu þá t. d. 4 merkur af
mjólk fyllt fjórðungsílát. Flautirnar voru hafðar
til útáláts, en óhægð fyrir brjósti var sagt að fylgdi
þeim mat.
Garðrækt var svo sem engin að kalia eða því
nær í Skagafirðinum, þegar jeg man til. Voru helzt
kartöflur á stöku stað, en þar sem rófugarðar voru,
vildu menn dræmt borða rófurnar og kálið alls ekki.
Jón nokkur Bergsteð, sem alkunnur var í uppvexti
mínum i Skagafirði, var grasafróður maður og nær-
færinn við lækningar. Hann lagði mikla stund á
garðrækt, borðaði sjálfur kálmeti, og vildi koma
öðrum til þess, en það gekk honuin illa, og gjört
var gys að honum og jafnvel kveðið um hann flim
fyrir kálátið. Þannig var kveðið einu sinni, er kvenn-