Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 248
248
trjesmíði, svo sem ausum, en á slíkum söluferðum
fóru þeir sjer venjulega hægt, því að ekki var þeim
timinn dýrmætur.
Förumenn þessir voru miklu viðfelldnari og ó-
heimtufrekari en hinir, er beininganna báðu, en
ýmsir af þeim voru matmenn hinir mestu, svo sem
Skaga-Davíð og snemmbæri Gvendur. Er eigi ó-
liklegt, að það hafi komið af því, að þeir hafi opt
liðið sult, en jetið þá svo mikið sem þeir gátu, er
þeim bauðst maturinn, enda höfðu menn víða gam-
an af að sjá, hversu mikið í þeim lægi. Þá er hús-
móðirin var búin að skamta þeim og það opt ríf-
lega, sló vinnufólk og börn saman leifum sínum, til
að gefa þeim, sem þeir þá þáðu með þökkum, því
menn þessir voru optast einfeldningar og rolur, sem
enga sjálfstilfinningu höfðu, og ekki hirtu um, þó
hent væri gaman að þeim, enda varð af mörgum
þeirra engin önnur skemmtun höfð en þessi. Hinn
eini förumaður, er með gáfum sínum og fyndni, og
jafnvel afkárahætti, var almenningi til skemmtunar,
svo að jeg muni til, varMagnús »sálarháski*. Hann
fór nálega um land allt og eru hvervetna til sögur
af honum, er sýna, að hann hefir haft framúrskar-
andi gáfu til að skemmta; var hann opt hafður í
veizlum, þar sem skemmtun átti að vera á ferðum,
því hvervetna fylgdi honum hlátur og gleði, hvar
sem hann var í margmenni. Mjer er í barnsminni,
að jeg sá Magnús einu sinni; kom iiann til foreldra
minna og bauðst tii að brýna skæri fyrir móður
mína, en lengi var hann að leita sjer að þeim stað
i túninu, er hann gæti legið sjer þægilega, á meðan
hann brýndi skærin, en þar urðu að vera þrjár þúf-
ur, ein undir hælunum, önnur undir hnakkanum og
hin þriðja undir búknum miðjum; láhann þar lang-