Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 265
265
daglegu máli, hafi hann einnig íarið að koma fram
í skáldamálinu. Þannig komi fyrir í kvæðum frá
14. öld dróttkvæð vísuorð, er að eins væru fimm
atkvæði, ef r hefði eigi verið breytt í ur.
Af þessu má þá ráða, að vísur þær í Harðar
sögu, sem þessi vísuorð standa í:
SilfurTcers Gná þersa,
minn varð mágur hranna,
Hörður feldr at jörðu,
muni eigi vera eldri en frá 14. öld, og geta alls eigi
verið frá tíma Harðar, því að hvorki hann nje hans
samtíðarmenn hafa borið fram niðurlags-err sem sjer-
staka samstöfu, og eigi sagt t. d. silfur, mágur, Hörð-
ur, o. s. frv.:
II í stað rl:
ells i málaféllum 20 k. l.v.
ells er tilgáta dr. J. Þ. í staðinn fyrir alls. Hjer
verður að lesa málafellum (eigi -ferlum), svo að að-
alhendingar verði rjettar (ells: fell-). En þetta sýn-
ir, að vísan er eigi ort fyrr en á 14. öld. K. G. ætl-
ar, að hið elzta dæmi, er ráðið verði af með vissu
um framburðinn rl—ll, sje vísuorðið
heiptarfullr i móte Sturlu Bp. I. 529.
Hjer verður að lesa Stullu. Vísa sú, er þetta visu-
orð er i, er líklega kveðin af Þormóði presti Olafs-
syni, er vera mun sá »síra Þormóðr skáld Olafs-
son«, er nefndur er í annálum árið 1338 (Nj. II.
438.—439.; J. Þ.: »Skýringar á visum í Guðmundar
sögu Arasonar og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar«,
Rvk. 1872, 12., 13. bls.). K. G. til færir ýms dæmi
úr Skiðarímu (jall — jarl; Stulli = Sturli), úrVöls-
ungsrímum (kálla. = Tcarla, Tcall = Tcarl, trölla,
görla (= gölla), valla = varla), o. s. frv. (Nj. II.
435.). Orðmyndin Sturla kemur fyrir í vísuorðinu: