Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 60
60
enda er hægðarleikur fyrir þá, sem dönsku kunnar
að veita sjer það, þar sem það kostar eina 20aura.
m.
Þó að sum af ritum þeim, sem nefnd hafa ver-
ið hjer að framan, geti eins vel talizt til rannsókna.
í bókmenntasögu Islands, t. d. rit Meyers um Völu-
spá, þá er þó efni þeirra þannig lagað, að hentugra
virðist að telja þau til annarra fræðigreina. En ná
skal getið einnar bókar, sem bezt virðist að skipa
á bekk með rannsóknum í bókmenntasögu vorri,
þótt hún reyndar líka gæti talizt til sagnafræði, þar
sem efni hennar er að rannsaka sagnaritun forfeðra
vorra. Þessi bók heitir: »Kálfsdrápið og vinaraun-
in« (Kalfsdrápet och Vdnpröfningen), eða »Þáttur f
rannsóknum um áreiðanleik islenzkra sagna« (Ett
bidrag till kritiken af de islándska sagornas trovar-
dighet). Höfundur hennar er sænskur maður, Gustaf
Cederschiöld, kennari við háskólann i Lundi. Bók
þessi gengur að sumu leyti í líka stefnu og bækur
þeirra Bugges og Meyers, þvi eins og þeir vilja
sanna, að margar af goðasögum vorum og forn-
kvæðum eigi rót sina að rekja til útlendra rita og-
sagna, eða sjeu beinlinis útlend efni, klædd i islenzk-
an búning, eins vill höfundur þessarar bókar sanna,
að sumt í sögum vorum eigi rót sina að rekja tiF
útlendra sagna, sem borizt hafl til íslands og síðan
orðið þar eins konar heimalningar, og að lokum'
verið settar i samband við þjóðkunna menn, svo að'
enginn hafi á endanum getað sjeð annað en að þær-
væru alislenzkar. Nú á seinni tímum hafa margir
visindamenn látið töluverðan efa i ljósi um sann-
leiksgildi Islenzkra sagna, og álitið margt það, sem
vanalega er trúað sem nýju neti, hálfgerðan eða al-