Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 52
52
og rúnaletrið á Dighton RocTc, að þær væru alls eigi
til, heldur eintómur hugarburður (!). Þessar ástæð-
ur hrekur nú höf., og sýnir fram á, að fornleifa eða
menja eptir íslendinga sje alls eigi að vænta í
Ameríku, og sje því vöntun þeirra engin sönnun
móti uppgötvuninni. Að því er snerti áreiðanleg-
leik íslenzkra rita, þá sje því líkt háttað með þau
og bókmenntir annarra þjóða, að sum þeirra sjeu á-
reiðanleg, en sum ekki. En hann hafl aldrei hing-
að til heyrt, að svo bæri að líta á, að uppspunnar
sögur drægju úr gildi hinna sönnu sagna, þótt sama
þjóðin hafl skapað báðar. Það sje hægt að greina
þessar tvær tegundir rita á öðrum málum, og það
sje engu síður mögulegt á íslenzku. En þessi rit
tali bezt máli sínu sjálf, og því ætli hann nú að
koma með þau eða nákvæma imynd þeirra, svo
mönnum gefist kostur á, að dæma um gildi þeirra,
án þess að þurfa að byggja á sögusögn annarra. Þá
gerir hann fyrst í stuttu máli grein fyrir kenning-
um þeim, sem draga megi af nákvæmum lestri þeirra,
ásamt aðalinnihaldi þeirra. Getur hann þar meðal
annars þess, að elzta handritið, sem innihaldi frá-
sögnina um fund Vínlands, sje ritað ekki síðar en
1334. »Margir af atburðum þeim,« segir hann, »er
hjer segir frá, eru staðfestir af öðrum íslenzkum rit-
um um viðburði, sem fram fara um sama leyti; og
frásögnin í þessari sögu er einföld, náttúrleg og
skiljanleg í öllum greinum. Þessi frásögn er þann-
ig löguð, að það er eðlilegast að ætla, að hún hafi
átt rót sína að rekja til sagna þeirra manna, er
sjálfir höfðu komið á þá staði, sem lýst er; það er
varla hægt að hugsa sjer, af hverri annarri rót sag-
an ætti að vera runnin, því að tilbúningur gæti hún
ekki hafa verið, nema höfundur hennar hefði verið