Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 49
49
íui’ (bls. 170—71) er greint frá ákvörðunum viðvíkj-
nndi rjetti útlendinga á Islandi. Þar sem á bls. 73,
aths. 2 er talað um »druttlich wete visckes« (=
jjrjátíu vættir fiska), þá er það ekki sama og 80,
heldur 1200 fiskar, því í hverri vætt eru 40 fiskar.
Viðvíkjandi hinni íslenzku brennisteinsverzlun hefði
mátt sækja mikinn fróðleik í slík rit sem »Deo, regi,
patriae« (útdráttur úr þvíer prentaður í Sórey 1768)
■eptir Pál Vídalín, bls. 223—28, og ritgerð Hannesar
biskups Finnssonar í »Ritum þess ísl. lærd.-lista-fjel.«
IV (1784), bls. 1—48. Ennfremur hefði höf. ekki
átt að tala um, hver »fjarskaleg ósköp« væru af
brennisteini á Islandi (bls. 81) o. s. frv. Annars
mætti líka benda á ýmislega fljótfærni hjá höf. í
tilvitnuninni á bls. 92 þýðir orðið »farina« sjálfsagt
ekki tsyTeur,» heldur »mjöl,» og á bls. 106, aths. 10
þýðir »in meridionali littore« »á suðurströnd lands-
ins«. Á bls. 106, aths. 13 segir höf., að hann hafi
fyrst fundið »Revet« o: Rif nefnt árið 1528; en það
var einmitt á þessum stað, sem Björn ríki fjell í
Þardaga við Englendinga, og um dráp hans er getið
á bls. 6. Eyrbyggju (k. 50, bls. 92) segist einnigsvo
frá, að Dýflinnarfar, er á voru írskir menn og suð-
ureyskir, hafi legið þar lengi sumars árið 1000. Að
lokum ber þess að geta, að höf. hefir alls eigi not-
-að skjala- og bókasöfnin í Kaupmannahöfn, sem í
þessu efni eru hreinustu fjársjóðir, og er þetta höf-
uðgallinn á bókinni, því að sjeu þessi söfn látin ó-
uotuð, hlýtur verzlunarsaga Islands ómótmælanlega
að verða ófullkomin. En svo er nú með þetta sem
1) I ritdómi um ritgerð Þorvaldar Thóroddsens: »Over-
i.igt over de geograíiske Kundskaber om Island í'ar Itefor-
mationeni.
i