Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 153
153
ir, og fruraþjóð Germananna, yfir sundið og Eystra-
salt. Um þenna þjóðflutning talar Jordanes, og seg-
ir að foringi þeirra hafi verið Berigo eða Berich (o:
Borgar, Borcarus hjá Saxo). Eptir þá komu Vand-
alar, Thuringar, Langbarðar (Vinilar), Gepídar, Sax-
ar, Englar o. s. írv. og byggja Þjóðverjaland og allt
meginlandið og taka Hálfdan til konungs, en fimb-
ulveturinn gengur yfir Norðurlönd og allt að Aur-
vanga-landinu, þar sem Svíar byggja. Þá ráða frost-
jötnar (hrímþursar?): Snær og Jökull, vfir Norður-
löndum.
Þarna rætist þá draumur gamla Rúdbecks, þó
vitlaus hafi þótt, að Svíaríki væri Manuheimar og
frumland Evrópu-þjóða, og sömuleiðis orð Jordanis
»vagina gentium«, er hann kallaði Skán (Skandza).
Eg get því ekki lengur staðið við það, sem eg ritaði
um þetta í Gefn. En af öllu þessu er það eðlilegt,
að imynda sér sögulegan eða verulegan grundvöll
fyrir þessum hlutum; því hefir og verið hreift, að
fimbulveturinn muni merkja isöldina, en þá hefðu
menn átt að lifa fyrir hana. Ef seinustu isaldar-
tímar eru 11,000 árum fyrir 1800, eins og 0. Fischer
ætlar, þá gat þetta vel verið (sjá Tímarit Bf. 1. ár,
105. bls.).
Eptir að Rydberg hefir fram sett skoðun um
uppruna-heimkynni Evrópu-Aría, og rannsakað hin-
ar lærðu miðalda-skoðanir, sem stahda í formála og
eptirmála Snorra-Eddu og annars hjá fleiri höfund-
um þeirra tíma, rannsakar hann goðsagnirnar um
hinar fyrstu aldir mannanna og flutning þeirra frá
Norðurlöndum, sköpunina, frum-heimkynnið og Sket,
sem er = Skelfir í Eddu, = Yngvi = Heimdallur
= Rigur, gjafari menntunar og stofnandi mannfélags-
ins, rúnirnar sem Rígur kendi mönnunum, fjölkyngi