Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 86
86
mundar daga, þar sem ýmsir lærðir menn hafi verið
á íslandi á undan Sæmundi og honum samtíða, og
kannske ritað kvæðin, þá muni samt Sæmundur hafa
safnað þeim, af því hann hafi þurft að hafa þau til
stuðnings við rit sín, þar sem hann lagði mjög stund
á forn fræði, og bætt ýmsu við bæði eptir minni
sjálfs sín og annara, og þannig hafi hann fram leitt
og átt þetta kvæðasafn, miklu auðugra og nákvæm-
ara en áður höfðu menn. Snorri Sturluson hafi síð-
an, meðan hann dvaldi hjá Jóni Loptssyni, sonar-
syni Sæmundar, eignazt þetta safn, annaðhvort eig-
inhandarrit Sæmundar, eða afskript; og Skúli endar
þannig: »Þetta safn á því skilið að heita Saimundar-
Edda, af því Sæmundur var hinn fyrsti eða helzti
frumkvöðull þess«. Enn til þessa dags hafa menn
ekki getað komið með neinar sannanir á móti þessu.
Að Árni Magnússon frádæmdi Sæmundi Eddusafnið,
hefir ekkert að þýða, því hann færir engar ástæður
fram. Það semmenn allt af hafa haftfyrir »ástæðu«,
er það, að menn þektu engan höfund, og var því
ávallt skoðað svo, sem enginn einn tnaður værihöf-
undur, heldur öll Norðurlönd. Þessi ranga skoðan
hefir um langan aldur drottnað enda hjá lærðum og,
gáfuðum mönnum. Joh. Scherr farast ágætlega orð
um þetta (í die Niebelungen, Lpz. 1860): »Man will
uns doch nicht weis machen wollen, dass Gedichte
wie die altenglischen, altschottischen, altschwedi-
* schen, altdanischen sogenannte Volksballaden oder
wie die spanische Romancero von Cid durch das
Volk selber geschaffen worden seien, statt von be-
rufsmássigen Dichtern? Dies anzunehmen fordert
einen Köhlerglauben. Weil die Namen der wirk-
lichen Dichter verschollen sind, schliesst man, ihre