Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 55
65
með öðrum orðum, að Vínland geti hafa legið nokkru
sunnar en norðurhluti Newfoundlands eða tilsvarandi
svæði af austurströnd Canada, en að það sje ljóst,
að svo snnnarlega hljóti það að hafa legið. Til
samanburðar við lýsing Islendinga á Vínlandi tilfær-
ir höf. kafla úr ferðabókum þeirra manna, er fyrst
fóru um Newfoundland og Canada, þar sem þeir
lýsa þeim stöðum, er þeir fóru um (t. d. um hveiti-
öx sjálfsáin, vínber, vetrarhörku o. s. frv.). Margt
er það fleira í athugagreinum þessum, sem vert væri
um að geta, en sem hjer yrði oflangt upp að telja.
Það sem einkennir alla þessa ritsmíð, er hin at-
armikla vandvirkni höfundarins. Hann hefir við
hvert einasta atriði farið í frumritin sjálf, en ekki
látið sjer nægja sögusagnir annarra. Það er von-
andi, að sagnaritarar Ameríku láti sjer nú segjast og
álíti ekki fund Vínlands lengur vafasaman, hvað þá
heldur eintóman hugarburð. Fjrrir þá er þessi bók
dýrmætur og ómissandi fjársjóður, er þeir geta úr
ausið þekkingu um elzta kaflann í sögu lands síns.
En bókin heflr lika mikla þýðingu fyrir oss, þar sem
hún færir Amerikumönnum heim sanninn um það,
að vjer höfum fyrstir fundir Ameríku — og það ein-
mitt nú rjett fyrir Kólumbus-hátiðina og sýninguna
miklu. En jafnframt og vjer þökkum höf. fyrir
þessa þörfu og prýðisvönduðu bók, ber þess líka að
geta, að það, að honum heflr verið mögulegt að gera
hana svona vel úr garði að efni til, er rnjög að
þakka hinum ágætu rannsóknum og ritgerðum pró-
fessors G. Storms (í Arkiv f. nord. fil. 1886 og
Aarb. f. nord. Oldk. 1887). En auk þess að innihald
bókarinnar er höf. til mikils sóma, er hinn ytri frá-
gangur hennar (prentun, pappír, band o. s. frv.) svo
vandaður, að hennar líkar í þeirri grein munu