Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 217
217
raeiri verklægni, og að hún kennir, að nota nátt-
úrukraptana til vinnunnar, en slíkt vantar enn hjer
á landi, og mun því miður lengi vanta, og fyrir því
hlýtur það að verða, að afleiðingarnar verða allt
aðrar hjer en þar. En vonandi er, að þjóðin sjái
smámsaman betur og betur, að það, sem hún þarfn-
ast mest af öllu, er, að vinnan aukist og atvinnu-
vegirnir batni og að vaxandi menning hennar gjöri
hana áhugameiri um þetta mikilsvarðandi efni, held-
ur en enn er orðið.
Verzlun.
Ekki hefir öllu minni munur orðið í mínu minni
á verzluninni en öðrum landsins högum. Þegar jeg
man fyrst til, var verzlun öll eingöngu bundin við
Dani og rekin í þeim kauptúnum, sem fengið höfðu
á sig hefð einokunarinnar. Að verzla annarstaðar
var lögum og landsvenju gagnstætt, enda mundi það
hafa þótt dirfska mikil, að láta sjer detta slíkt í hug.
Það átti líka framan af alþingisárunum fremur ervitt
uppdráttar, eptir að verzlunarfrelsið þó var orðið
eign landsmanna, að fá ný kauptún. Það var eins
og menn ætluðu þá, að verzlunarhamingja landsins
væri bundin við hinar gömlu einokunarholur, eða þá,
að þær mundu veslast upp, ef þær fengju nýja
keppinauta.
A uppvaxtarárum mínum voru verzlunarvörur
almennings fyrir norðan prjónles, ull, tólg, sellýsi og
fiður. Fisk voru menn þá ekki farnir að salta þar
nje leggja inn í kaupstað. Fjártaka var vist lítil,
ef hún annars var nokkur, þegar jeg man fyrst til;
menn borðuðu þá fisk sinn og kjöt sjálfir, eða bænd-
ur skiptust þessu á eptir þörfum, eins og vikið hefir
verið á. Auðvitað var kaupstaðarvara bænda lítil,