Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 121
121
málið »antiqua lingua danica*, sem nú væri alveg
villandi.
Eptir hinni ófullkomnu útgáfu Resens, eða rétt-
ara sagt eptir þýðingunum, ritaði Mallet sina bók
eptir 1755 og síðar, eins og eg hef getið um, og var
það verk furðanlega vel af hendi leyst og langt á
undan sínum tíma. Svo var seinna farið að gefa út
Eddurnar, bæði frumtexta og þýðingar. Titlarnir
eða fyrirsagnirnar sýna bezt skoðanir manna um
þær mundir, og því verð eg að rita þá hér, þótt
langir sé. Sænskur maður, J. Göransson, gaf út
Snorra-Eddu 1746, og er titillinn þanniií: »De yfver-
borna Atlingars eller Sviogötars ok Nordmánners
EDDA .. . Hyperboreorum Atlantiorum seu Suiogo-
torum et Normannorum Edda, hoc est, Atavia seu
fons gentilis illorum et Theologiæ et Philosophiæ:
jam demum versione Svionica donata, accedente
Latina, una cum præfamine de Eddæ antiquitate et
indoleetc. ut et de antiquissimis et genuinis, Skythis,
Getis, Gotis, Atlantiis, Hyperboreis, Cimbris, Gallis,
eorumque satore, Gomero« etc. (Gomer var sonur
Jafets Nóasonar, og tíðkaðist um tíma að telja ættir
til hans, sem í rauninni er ekki fráleitara en þegar
vorra tíma vísindamenn nefna kynkvíslir manna
eptir Sem, Kam og Jafet). Seinna, eða 1750, gaf
Göransson út Völuspá: »De yfverborna Atlingars
eller Sviogöthars ok Nordmanners Patriarkaliska
Lara, eller sádan hon var före Odhin II:s. tid.; af
Sámund hin Frode pá Island, efter gamla Runoböc-
ker, Ár Chr. 1090, afskrefven; men nu efter trenne
Kongl. Antiquit. Archivet tilhöriga Göthiska Hand-
skrifter, med Svensk öfversáttning utgifven«. Þetta
átti allt að vera á »götiska«. Snorra-Eddu tileink-
aði Göransson ríkis-erfingja eða konungsefni Svía-