Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 30
30
djöflakinda, sem þar er getið, nefnilega: »Dauðans«
(Mors—, þó nafnið Hrym-r sje líklega sama nafnið'
og CTiaron, upprunalega Hryn-r), »Helju« (Infemus)r
»Dýrsins (Bestia), »Gamla höggormsins» eða »Drek-
ans mikla« (Draco) og »Falsspámannsins« (Pseudo-
propheta, Antichristus), sem »lætur eld falla til jarð-
ar af himni«. Lýsingin á Náströnd, bústað hinna
illu, er í öllum atriðum eins og lýsing margra mið-
aldarita á »helvíti«, og Gimlé, bústaður hinna góðu,
er afarlíkur hinni »nýju Jerúsalem<, eins og Schulle-
rus1 hefir áður sýnt fram á. Eiríksmál, sem lýsa
því, hverjar viðtökur Eiríkur blóðöx fær í Valhöll,
eru hrein og bein stæling á einum kafla í Nikódem-
usar guðspjalli, þar sem því er lýst, hversu íbúar
helvitis búa sig undir aðtaka.á móti Kristi, erhann
stje niður þangað.
Með þessum og þvílíkum samanburði, sem hjer
yrði of langt upp að telja, þykist nú höf. hafa sannað,
að efni kvæða þeirra, er hann nefnir, eigi að meira
eða minna leyti rót sína að rekja til kristilegra mið-
aldarita á meginlandinu. Þannig álítur hann, að
Völuspá sje eins konar goðaskáldsaga (róman), og-
hafl höfundur hennar einkum haft hliðsjón af ritum
Hónóríusar, sem að nokkru leyti sjeu eins konar trú-
arskáldsögur. Hann sýnir nú fram á, að lík kvæði
og Völuspá, sem geti verið fyrirmynd hennar, hafl
verið til áður, og skýrir frá, hvernig þessi skáld-
skapartegund hafl til orðið, og hverjum breytingum
hún hafl tekið allt fram á daga Hónóríusar. Frá
miðöldunum sje til mesti sægur af ritum, þar sem
blandað sje saman kristilegum og heiðinglegum hug-
1) í ritgerð í Paul-Braunes Beitrage XII, þar sem hunii
þykist sanna, að Valhallar-trúin og Óðíns-dýrkunin haíifyrst
mvndazt á víkingaöldinni.