Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 213
213
muni þar allt með feldu með bátaveiði. Deila menn
nú með harðneskju um þetta. Sumir vilja taka
fiskinn, hvar og hvenær sem hann býðst, en aðrir
ekki fyrr en hann er kominn inn á grunnmið.
Margir ætla, að bátaveiði muni með tíma leggjast nið-
ur og að í hennar stað muni koma þilskipaveiðar,
enda eru þærnokkuð að aukast, og ætlajeg, að jeg
fari rjett með það, að nú á síðustu árum sje sjómennsku
landsmanna þó svo langt komið á þilskipum, að ís-
lenzkir menn einir hafi farið milli landa, og er það
góðs viti, því að ekki hefir slíkt að borið í meira en
3 aldir, eða síðan hið síðasta atorkulífsmark sást
með íslendingum á siðbótartímanum.
Þó einatt gangi enn á vorin hugleysisjarmurinn
fjöllunum hærra, bæði manna á milli og stundum
jafnvel í frjettapistlum í blöðunum, og hugir manna
heykist þá af hræðslu fyrir skepnumissi og þar af
fljótandi sulti og seyru, þá mun það vafalaust, að
miklu betur er sett á en áður tíðkaðist, peningi bæði
ætlað meira fóður og hús víðast hvar, ef eigi alstað-
ar yfir allan peninginn, svo hross sem sauðfje; láta
menn nú skepnur sínar hvergi nærri berjast jafn-
lengi úti gjafarlausar í frostum og hríðum eins og
fyrrum. Menn eru nú nokkuð farnir að finna, að
það er eigi að eins skaði, heldur og hin mesta skömm
og grimmdaræði, að horfella skepnur, þó þetta sje
eigi orðið eins almennt og vera ætti; en vonandi er,
að íslendingar mannist svo, áður en langt um líður,
að sá verði alstaðar álitinn níðingur og illmenni, sem
fyrir skeytingarlausan heyásetning eða illa hirðingu
drepur úr hor eða kvelur skepnur sínar á annan
hátt af sjálfskaparvítum. Flestir, ef ekki allir, eru
nú teknir að eyða óþrifum í sauðfje með íburði eða
böðum, einkum fyrri part vetrar; enda er nú frem-