Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 36
36
urinn skiptir bókinni í 7 kafla eða kapítula, og skal
jeg nú skýranokkuð frá innihaldi hvers um sig; eu
af þvi að það mundi taka upp of mikið rúm, að
gera útdrátt úr þeim öllum, set jeg hjer að eins út-
drátt úr fyrsta kaflanum, en get innihalds hinna í
fám orðum.
I. Sögulegt yfirlit (bls. 1—57, ásamt 5 frurn-
skjölum aptan til í bókinni, bls. 123—140). Svo virð-
ist sem verzlunin á íslandi hafi þegar á 12. öld ver-
ið mestmegnis í höndum útlendinga, en þess er ekki
getið, að Þjóðverjar hafi þá verið við hana riðnir.
Þegar ísland gekk í samband við Noreg, varð Is-
land skattland, og heyrði þá undir konunginn einan,
•en ekki undir ríkisráðið norska. Þetta hafði áhrif
á verzlunina. Konungi var um að gera að fá sem
mestar tekjur af landinu, og þeim varð bezt náð
með því, að leggja tolla og bönd á verzlunina, sem
urðu eins konar áframhald af hinum gömlu »land-
aurum«, er legið höfðu á siglingum milli Islands og
Noregs. Um lok 13. aldar (1294) var Þjóðverjum
bannað að verzla fyrir norðan Björgvin (og mun þar
einnig átt við ísland), og 1302 var öllum útlending-
nm bönnuð verzlun fyrir norðan Björgvin, á íslandi
eða í öðrum skattlöndum konungs. Um miðja 14.
öld varð sú breyting á, að landiðvar selt hirðstjóra
á leigu, en verzlunin gerð að konungsverzlun (o:
háð konunglegu leyfi gegn ákveðnu gjaldi), og jafn-
framt einokuð við Björgvin, svo vakandi auga yrði
haft á konungsgjaldinu. Afleiðingarnar af þessu fyrir-
komulagi, og af stöðu landsins sem skattlands, urðu
margvíslegar, og má rekja feril þeirra — aðminnsta
kosti í reyndinni — allt niður til nútímans. Af
banninu frá 1294 má sjá, að Þjóðverjar hafa þá þeg-
ar rekið verzlun á Islandi, og á 14. öldinni hafa þeir