Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 109
109
’hefur lesið Bugge né Rydberg, en eg skal samt
.-svara henni, svo það sjáist hvernig höf. fer í þetta
mál. Eg get ekki gert að því, þó eg minnist á
margt, sem lærðum mönnum hlýtur að vera kunn-
>ugt. Höfundurinn hefir heyrt getið um, að Bugge
hafi reynt til að sýna fram á kristilegar fyrirmynd-
ir, en veit ekki að merin tóku til þess undir eins og
Eddurnar urðu kunnar fyrir utan Island. Eg hefi í
fyrsta hluta þessar ritgjörðar bent á þessi svo nefndu
lán, endurminningar frá öðru, eða svipaðar hug-
myndir, og eg hefi minnt á, að þess konar má finna
alstaðar og á öllum tímum. Höfundurinn hrósar
rhappi yfir því, að Norðmenn og Islendingar hljóti að
lækka þjóðdrambið, en það hafa þeir aldrei haft;
þeim hefir þótt vænt um fornritin og ekki meir.
Að þeir hafi orðið sundurorða um ýmislegt í þessu
efni, kemur þessu máli ekkert við. Miklu fremur
má tala um þjóðdramb hjá Dönum sjálfum: öll
'Grundtvígs goðafræði er ekkert annað en þjóðbramb,
og N. M. Petersen segir (Mythol. 262), að Eddan sé
•ekki orðin til »i islande, men i sölunde* — hver sér
ekki, að hér meinar hann Island og Danmörku —
■ og enn fremur segir hann, að ekkert sé til í íslandi
nema »kulde og frost uden kultur«. — Annars er
höf. sérlega mildur í orðum sínum sumstaðar; bann
segir menn hafi verið svo góðmannlega auðtrúa
• (troskyldige); svo segir hann, að »vér« (Danir) höf-
um einnig heimtað að eiga þátt í fornritunum, en
nú þegar þetta bregzt, þá svalar hann sér á Norð-
mönnum og íslendingum. En það mun lítið hjálpa
• að bregða oss um »þjóðdramb«; vitnisburðirnir eru
nógir, bæði Theodoricus og Saxo og margt fleira,
en náttúrlega nefnir hann ekkert þess konar. —
Enginn hefir nokkurn tíma haldið fram frumleika