Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 151
151
Asíu-Aríum, og eru upprunnar eða til orðnar áður
en stofninn skiptist í tvær frumþjóðir. Þessar sam-
eiginlegu frum-hugmyndir eru Grinnungagap, Yggdras-
ill, Ymir, hinir þrír »brunnar«, hin skapandi goð,
■Óðinn, dvergar, heimarnir, Mfmir, Þórr (Indra) o. s.
írv. Heimkynni Evrópu-Aríanna var eitthvert land
við sjó, og fyrir norðan Eystrasalt. Goðsögnin er
nú þannig, að eptir sköpun heimsins var allt fyrst
í friði og sælu, það er gullöld tilverunnar.1 Loki
réð þvl, að fjandskapur kom upp milli guðanna og
dverganna eða náttúrusmiðanna, Ivalda-sona, sem
höfðu smíðað dýrgripi handa guðunum (o: dýrð og
hlóma náttúrunnar) og þannig valdið ársæld og friði.
Loki lét Ivalda-syni gera hadd Sifjar, Skíðblaðni og
geirinn Gúngni, sem Óðinn átti. En Sindri gerði
göltinn Gullinbursta, hringinn Draupni og hamarinn
Mjölni. Æsir dæmdu, að hamarinn var beztur af
öllum gripum og mest vörn í fyrir hrímþursum, svo
Ivalda-synir urðu undir. Þá urðu þeir svo reiðir,
■að þeir fóru burt og hættu að smiða; náttúran öll
dofnaði og kulnaði út, og þá byrjaði fimbulveturinn.
Völundur er einn fvalda-sona, og hann fór með
bræðrum sínum til Úlfdala, yzt í norðurheimi, til
þess að senda þaðan snjó og kulda yfir heiminn og
smíða sigursverðið, sem nefnist mistilteinn, gamban-
teinn og hævateinn, sem átti að hefna fyrir þann
harm, sem þeir biðu af ósigrinum í veðjaninni.
Freyr, Freyja og Iðunn komast í jötna hendur —
«inmitt þær verur sem lífga náttúruna; svanmeyjar
(gróðadísir) fara til ívalda-sona i Úlfdali og verða
1) Það er einmitt þessi tími, sem Hyperborea-sögurnar
segja t'rá; hann er eldri en sagnirnar um veðjan Ivaldá-sona
°g benriar afleiðingar.