Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 110
110
(Oprindelighed) hinnar »íslenzku« goðafræði, ogjafn-
vel ekki nefnt hana á nafn. Höfundurinn ætlar og,
að engir nema »málfræðingar« megi dæma um goða-
fræði, en veit ekki, að goðafræði er í rauninni allt
annað en málfræði, og að málfræðin er einungis,
hjálparmeðal til að ráða úr goðsögnuuum. Þetta
hafa málfræðingarnir vitað, og þess vegna hafa þeir
þa gað. Það þarf engan »málfræðing« til þess að.
finna svipaðar hugmyndir álíka og Cederschiöld hef-
ir fundið, eða margar slikar líkingar; það er nóg ef'
menn skilja nokkurn veginn málin. Enn fremur
glósar höf. með að eigi hjálpi að vísa til Rúdbeck’s.
Atlantica; eg veit raunar ekki hvort það hefir verið,
gert, en hitt veit eg, að opt hefir það orðið hinn.
mesti sannleikur, sem einhvern tíma var skoðað semj
sú mesta vitleysa. Hann segir og, að Bugge haldi
eigi fastlega fram hinu einstaka (Detaljerne), en er
þó ekki hið almenna bygt á hinu einstaka?
Hvað frumleika hinnar norrænu goðafræði snert-.
ir, þá hefir Búgge aldrei neitað henni um þetta, þvi
ef hann hefði gert það, þá spyrjum vér: hver var
þá trú á Norðurlöndum? Var þar önnur trú? Eða
var þar engin trú? Eða trúðu allir á mátt sinn og
megin? Vér vitum vel, að ýmsir fornmenn höfðu,
eigi Ása trú, eða voru linir 1 henni, en þetta gerir
hér ekkert til. Höfundurinn kallar rit Búgges »til-
gátur« (Hypotheser), og er það alveg rétt, enda mun
Búgge sjálfurekki hafa skoðað það öðruvísi; það eru
engar sannanir, þótt menn geti fundið eitthvað öðru
líkt. Það er alls eigi nýtt að líkja Völuspá saman
við erlendar hugmyndir; hvorki Búgge né Bang hafa
fundið það fyrstir, enn þótt svo sé látið; meira að
segja, það er eins og menn hamist: Ovidíus, He-
siodus, guðspjöllin, opinberingar-bókin, Sibyllurnar