Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 260
2G0
orðmynd hefir upphaflega staðið í vísunni, þá er það
vottur þess, að hún er eigi mjög forn, og er yngri
en frá dögum Harðar«; og á öðrum stað (bls. 9) segir
hann: »en vísurnar í Harðar sögu eru naumlega
eldri en frá 14. öld«. Um eina vísu segir hann, að
hún sje ort af kristnum manni, er láti Hörð tala
sem hann væri kristinn. Hinn maðurinn er dr.Konráð
Gíslason. Hann segir (Nj. II. 26.) um vísurnar í
Harðar sögu: »de i det hele temmelig ddrlige vers
synes unge«. Vísuna: »mér lizt málma snerru« o. s.
frv. kallar hann »uœgte«, og segir: »Men alle versene
i Harðarsaga synes at hidröre fra en tid, da udta-
lens nöiagtige adskillelse imellem etymologisk ggð og
etymologisk gð var ophört« (Nj. II. 362.); og enn segir
hann: »Jeg fristes til at henföre denne sagas mis-
fostre af visur’ til tiden ved ár 1400« (Nj. II. 862.,
athgr. 1.). Hann telur því visurnar svo seint kveðn-
ar, að þær sjeu eigi ortar fyrr en um 1400, og kall-
ar þær vanskapninga (‘misfostre’). Þetta er harður
dómur, og má geta nærri, að hann muni eigi vera
ástæðulaust upp kveðinn, þar sem það er Konráð
Gíslason, sem fellir dóm þennan á vísurnar. Þar
sem hann kallar vísurnar vanskapninga, þá skiljeg
þau orð svo, að hann kalli þær vanskapninga, ef
gert væri ráð fyrir, að þær væru frá 10. öld, eða
ortar af þeim mönnum, er sagan segir frá. En jeg
ætla, að þær verði eigi kallaðar vanskapningar, er
þær eru heimfærðar til 14. aldar, eða enda til tím-
ans um 1400. Því að þær munu varla miklu verr
kveðnar en margt annað frá þeim tíma.
Nýlega hafa komið á prent ummæli um vísurn-
ar í Harðar sögu, er fara í gagnstæða átt við dóma
þeirra Jóns Þorkelssonar og Konráðs Gíslasonar.
Jeg á hjer við »Eptirmálann« aptan við útgáfu Þor-