Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 56
56
trauðla finnast. Þetta er fyrsta bók böfundarinsr
og getur enginn sagt, að þar sje óvakurt af stað-
riðið1.
1) í>ví miður er ekki von á fleiium bókum frá hendi þessa.
efnilega höf., því hann dó fám mánuðum eptir að bókin kom
út. Arthur M. Reeves var fæddur í Richmond í Indiana í
Ameriku 7. okt. 1856. Hann haiði erft auð fjár eptir toður
sinn og honum voru því allir vegir færir. Hann nam og tók
próf við Cornellháskóla í Iþöku undir handleiðslu hins góð-
fræga próf. Fiskes, sem vakti áhuga hans á íslenzkum fræð-
um. Hann ferðaðist og með Fiske um Island árið 1879 og
lærði þá svo mikið í íslenzku, að hann talaði hana rjett vel
og skildi hana mæta vel. Eptir að hann kom heim úr ferð-
um sínum, fór hann að lesa íslenzk rit af kappi, og einsetti
sjer að verja lífi sínu til þess að gera þau kunn í Ameríku;
er enginn efi á, að hann hefði aíkastað miklu í því efni, ef
honum hefði enzt aldur til. En þó hann hefði unnið að
ýmsu í þá stefnu, var þó ekkert af ritum hans fullbúið áður
en hann dó, nema ofangreint rit haus um fund Vínlands og
þýðing á »Pilti og stúlkui. Þann 25. febr. 1891 brá hann
sjer snöggva ferð á búgarð sinn skammt frá Richmond, en
honum átti ekki að auðnast að sjá heimili sitt aptur, því
hraðlest sú, er flutti hann heimleiðis, hrökklaðist út af járn-
hrautinni á flugferð niður brekku, og rakst sá vagn, er R.
sat í, á brúarstöpul og muldist í smátt. og ljezt hann þar
samstundis. Það er ómögulegt að segja, hve mikið Island og
íslenzk fræði hafa misst við fráfall hans, en það er óhætt að
segja, að það hefir verið milcið. Hann ætlaði sjer að gera
margt, sem Isiand hefði haft hag og sóma af, og hann gat
gert það. sem honum var hugleikið að gera. Sem dæmi þess,
hve mikinn áhuga hann hafði á íslenzkum fræðum, má geta
þess, að hann hafði skorað á einn hinn bezta vísindamann
vorn, skólastjóra Dr. Jón Þorkelsson, að semja sögu íslenzkr-
ar tungu eða íslenzkra orðmynda, af því hann áleit hann
færastan til þess — sem og líka mátti —, og bauðst til að
kosta útgáfuna og eins kostnað við för til Khafnar, til þess
að skoða handrit þar, ef slíkt væri nauðsynlegt fyrir samning
ritsins. En því miður treysti Dr. Jón sjer ekki fyrir elli
sakir að takast slíkt verk á hendur. — Þegar R. ljezt, var