Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 223
223
ur«. Eru núálandinu 15 skólar æðri en barnaskól-
ar, á ekki fullar 70 þúsundir manna. Löngun al-
mennings eptir menntun virðist allmikil og enginn
getur nú með þjóðvinum talizt eða framfaramaður
að marki, nema hann æpi svo undir tekur um al-
þýðumenntun, enda er það mála sannast, að alþýðu-
menntunin er mikils verð, en hún verður að vera
meira en á lónni eða litur einn, sem menn segja^
Hún verður að vera eigi að eins bókleg, heldur og
engu miður verkleg. En það finnur nú margur ab
um alþýðumenntun þá, sem enn er komin hjer á,
landi, að hún sje meira í orði en á borði; hún sje
kák við margt, en staðlítil í flestu og nálega alls.
eigi verkleg. En sjálfsagt skilst mönnum smám-
saman, að affarasælla er að læra fátt eitt vel og
hafa not af því í lífinu, en margt illa, sem gleymist
strax, svo að lítið verður annað eptir en nafnið eitt,.
að hafa menntazt.
Um 1850 voru skólar landsins að eins tveir,
prestaskólinn, þá nýstofnaður, og latinuskólinn. Al-
menningur hugsaði þá litið um menntun; hann ætl-
aði þá, að hann ætti að eins að vinna, og sjá með»
því fyrir hinum likamlegu þörfum þjóðarinnar, og
þótti sjálfsagt, að lærðu mennirnir sæju fyrir hinum
andlega forðanum. Flestir almúgamenn lærðu þá
litið annað en lærdómskver Balles, og að eins hinir
gáfaðri kverið allt, eða smáa stýlinn líka. Þetta var
nú mestmegnis hinn andlegi forðinn flestra, ásamt
guðsorðabókum og prjedikunum presta. Að læra
skript og reikning, þótti að vísu gott, en þó að eins.
fyrir gátaða karlmenn. Kvennfólki og meðalgáfuð-
um drengjum þótti slíkt óþarft og að eins til tafar
frá vinnunni. »Þúborðar það ekki, drengur minn«
var þá optast viðkvæðið, ef unglingar fóru að lmýs-