Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 227
227
er við ramman reip að draga. Sökum kaupenda-
fæðarinnar verða blöðin opt frcmur, til þess að geta
þriflzt, að taka tillit til þess, hvað þjóðinni er geð-
fellt, en hins, hvað henni er hollast og heillavænleg-
ast. En samt hafa blöðin haft mikil fræðandi • og
menntandi áhrif á almenning. Auk blaðanna er nú
bókagjörðin orðin margföld við það, sem var um
miðja öldina, og stuðlar þetta allt að því að upplýsa
og mennta þjóðina.
Allir kunna nú að lesa; að líkindum er naum-
ast einn af þúsundi, er sjón hefir, að hann eigi sje
bænarbókarfær, sem kallað er. Svo var þetta og
nærfellt fyrir 40 árum, því að ekki þótti þá fremur
en nú tækt að ferma, því síður að gipta, ólæsan
mann, gæti hann á nokkurn hátt lært að lesa. En
almennt lásu menn minna þá en nú. Það voru
venjulegast sömu mennirnir, er lásu húslestrana,
sögurnar og rímurnar, ætið bezti lesarinn á heimil-
inu, en flestir aðrir áttu lítið við bækur nema hús-
móðirin, sem optast mátti hafa það á hendi, að
kenna börnum sinum að lesa.
Hjátrú.
Hjátrú var miklu meiri á miðri þessari öld
heldur en hún er nú. Þá var því almennt trúað,
að svo að segja hver hóll og hver stór steinn væri
huldufólks-býli. Þóttust menn þá bæði sjá huldu-
fólkið sjálft og pening þess, einnig heyra strokk-
hljóðið hjá því og verðavarir þess, að verið var að
skafa pottinn, og að húsmóðirin var að hringla í
lyklakippunni sinni. Huldufólkið átti þá að eiga
sjer kirkjur og presta, kaupstaði og kaupmenn, og
lifa á flestan hátt likt öðru fólki í mannheimum.
Börn og jafnvel fullorðnir fengu huldufólks-vitranir
15»