Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 195
195
Matarhœfi.
Matarhæfið var töluvert annað en nú tíðkast.
Fyrst þegar jeg man til, var kaffi að eins haft einu
sinni á dag, nfl. á morgnana þegar komið var á
fætur; en ekki var þá börnum gefið kaffi fyrr en
þau voru orðin nokkuð gömul. Um sláttinn var
maturinn þessi, þar sem vel var veitt: á morgnana
um miðsmorgunsleiti var litli skatturinn gefinn, skyr
og mjólk. Skatturinn var borðaður um hádegisbilið,
fiskur og smjör, og svo á eptir skyr og mjólk eða
hræringur og mjólk. Miðdegismaturinn var borðað-
ur afliðanda nóni: fiskur og smjör, en á eptir skyr og
mjólk eða hræringur og mjóik, og kallaðist það
»eptirá«. Þar sem spað var til, var og stundum
spaðsúpa til miðdegis, en á kvöldin var annaðhvort
hræringur og mjólk, eða þá svo kölluð mjölmjólk,
en kvöldmaturinn var borðaður rjett áður en farið
var að sofa. Brauð var eigi haft, nema þegar bund-
ið var. Þá var með fiskinum til miðdegis gefin ein
kaka væn karlmönnum, en kvennfólk og börn fengu
litla snúða. Þótti þetta hið mesta sælgæti og hlökk-
uðu börnin að minusta kosti til bindingardaganna
og óskuðu, að þeir væru sem flestir í slættinum.
Hina tima ársins var skatturinn skyrhræringur og
mjólk, en kvöldmaturinn mjólk, þegar hún var til,
eða þá mjölmjólk, eða lítið eitt af hræring og mjólk.
Utan sláttar, einkum á veturna, var miðdegismatur:
einn daginn spaðsúpa, annan fiskur og smjör, en
hinn þriðja grjónamjólk, en það var bankabygg soð-
ið í mjólk. í sláturtíðinni var opt slátur til mið-
degis og við sjó soðning haust og vor, eða þá hrokk-
elsi að vorinu. Notuðu fátæklingar einnig grá-
sleppuhrognin í grauta; voru þau þá strokk-
uð og látin út í, þegar búið var að kasta út á, en
13*