Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 22
22
um og rituðu stóreflisrit á móti þeim; og eru þessir
hiuir helztu: í Daumörk prófessor Stephens (í Aarb.
f. nord. Oldkyndigh. 1883—1884), í Svíþjóð Dr. Ryd-
lerg (í Nord. Tidskr. 1881, og seinna hefir hann skrif-
að afarstórt verk, sem heitir: »Undersökningar i
germanisk mytologi«, þar sem hann leitast við að
sanna, að Bugge hafl á röngu að standa), og á Þýzka-
landi bæði Dr. Edzardi, sem fyrst hafði fallizt á
hinar nýju kenningar, en fljótt snerist algerlega á
móti þeim (i Lit. Bl. fur Germ. u. Rom. Phil. 1882
og Germ. XXVII, 230), og prófessor Mullenhoff (í
Deutsche Altertumskunde V. 1883), sem bezt þykir
hafa ritað á móti Bugge. Rit hans eru að mörgu
leyti snilldarverk; það er mestmegnis um Völuspá,
sem í rauninni inniheldur allan kjarna hinnar nor-
rænu goðafræði. Hann álítur Völuspá þann helgi-
dóm, sem það sje glæpi næst að hreyfa við á þann
hátt, sem Bugge hefði gert, og gengur hann ber-
serksgang á móti honum, og hafa margir álitið, að
hann hafl algerlega hrakið kenningar hans. Því
miður dó þessi ágæti fræðimaður skömmu siðar, en
hann hafði áður myndað heilan skóla á Þýzkalandi,
og hafa larisveinar hans fylgt kenningum hans um
Völuspá og varið þær gagnvart öðrum af miklu
kappi, og að því er mörgum virðist stundum með
töluverðri frekju.
En nú hefir þó einn af lærisveinum hans snúizt
i móti kenningum hans og gengið í lið með Bugge,
og ekki nóg með það, heldur gengið miklu lengra
en hann. Þessi maður er prófessor Meyer, sá sem
að ofan var getið. Rit hans heitir »Völuspá. Eine
Untersuchung«. Það kom út seint á árinu 1889, og
er um 300 bls. að stærð. Jeg skal nú leitastviðað
skýra nokkuð frá efni þessa rits, sem að minnsta