Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 254
254
heims óblíða«. Gamlan kvennmann heyrði jeg bara
segja frá þvi, að hún hefði á barnsaldrinum verið-
flengd á föstudaginn langa ásamt fleiri börnum, er
henni voru samtíða; kvaðst hún óvenjulega mikið
hafa kviðið fyrir þeim degi, eins og eigi er að furða.
Þessi siður var nú löngu horfinn fyrir mitt minni;
en barnauppeldið var þó um miðja þessa öld og
fyrir þann tíma miklu harðara en nú á dögum;
vöndurinn var þá á vel flestum heimilum álitinn
nauðsynlegt áhald, og honum beitt óspart við börn-
in, eigi að eins meðan þau voru á óvita aldri, held-
ur og víðast hvar fast fram að fermingu. Börnun-
um var eigi, að minni ætlun, fyrst þegar jeg man
til, sýnt nærri eins mikið ástríki af foreldrunum,.
sízt af feðrunum, eins og nú tíðkast. Harðar ávit-
ur og barsmíð voru fullt svo tíðkanlegar, einkum
frá hendi feðranna, sem skynsamlegar og hógværar
áminningar.
En þó munu barnabrekin engan veginn hafa
verið minni en nú er títt, er foreldrarnir sáu eigi
til, því að hinn harði agi vakti fremur þrælsótta i
barnshjartanu, en ást eða lotningu fyrir hinu góða
og rjetta. Mæðurnar umgengust þá börnin stórum
minna en nú er venjulegt, einkum ef þær voru fá-
tækar. Þá tíðkaðist mikið minna en nú, að minnsta
kosti meðal hinna fátækari af alþýðu, að leggja
börnin á brjóst. Mæðurnar voru þá víða stöðugfc
við útivinnu, að minnsta kosti að sumrinu til, en
höfðu gamla, uppgefna kvennmenn til að fóstra
börnin, sem að sumu leyti gengu þeim í móður stað
og lögðu opt mikla ást við þau.
Að visu eru rjettindi kvenna, að minnsta kosti
hinna giftu, hin sömu og þau voru fyrir 40 árum;
en samt sem áður er það ætlan mín, að miklu bet-