Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 257
257
ina. Frelsisákafi manna hjer á landi og óvild við
hina útlendu stjórn hefir án efa aldrei verið meiri
á þessari öld en eptir Þjóðfundinn, en sá ákafi
hjaðnaði brátt aptur. Um kirkjulegt frelsi og per-
sónulegt frelsi höfðu menn hjer á landi um og fyr-
ir miðja þessa öld næsta litla hugmynd, sem bezt
sjest af því, að þá er stungið var upp á trúar-
bragðafrelsi á alþingi, skömmu eptir 1860, var þeirri
uppástungu hrundið af öllum þorra þingmanna. Nú
vanta ekki frelsishreyfingarnar í allar áttir, og hefir
í því efni mikið fleygt fram á hinum síðustu 20 ár-
um. En svo virðist sem þjóðin sje ekki fyllilega
búin að átta sig í því efni, og ráð hennar sje í
mörgu fremur á reiki.
Ekki man jeg eptir því, að jeg heyrði getið um
fjelög meðal alþýðu til framfara, en þó má vel vera,
að svo hafi verið á stöku stað. Flestir munu hafa
gengið sína götu sjer, og starfað fyrir sig, á þann
sama hátt, sem þeir höfðu sjeð foreldra sína gjöra.
Það sem mest einkenndi andlegt líf alþýðu, þegar lit-
ið er 40 ár aptur í tímann, var hægð og molla, og
fastheldni við það, er áður hafði tíðkazt. Nú eru
fjelög til framfara, bæði í andlegu og líkamlegu til-
liti, stofnuð víðsvegar um land allt, og hinar marg-
liáttuðu uppástungur til batnaðar og breytingar,
gægjast hvervetna fram; og þó þessar framfarir og
bollaleggingar sjeu enn, eins og vitaskuld er, mest í
munni, er vonandi, að af þeim leiði með tíma gagn
og heiður fyrir land og lýð.
Eptirmáli.
Jeg geng að því vísu, að margt verði fundið að
ritsmíð þessari; en sá hefir þó tilgangur minn verið,
að lýsa lifl almúgans, einkum hins fátækari hluta
17