Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 179
179
fyrir 40 árum þótt sæma jafnvel meðalprestssetri,
hvað þá bóndabæjum, þótt stórbæir væri kallaðir.
Þá er eptir að geta fjóssins. Fjósin voru, eins
og önnur hús lág, loptlítil og dimm, ætíð eða svo
sem með skjágluggum. En sá kostur var við þau
á mörgum stöðum, þar sem því varð við komið, að
úr þeim voru byggðir ranghalar út í vatnsbólið, sem
kýrnar gengu eptir til vatns, og voru það kallaðar
innibrynningar, og af þeirri ástæðu voru fjósin helzt
byggð við læki, þar sem svo hagaði til, og lækurinn
látinn renna gegn um ytri enda ranghalans. Á stöku
stöðum voru hlöður byggðar við fjósið og innangengt
úr fjósinu inn í hlöðuna; en jafnan voru hlöðurnar
með torfþaki, og allt aðrar en hinar járnþöktu hlöð-
ur, sem nú eru svo víða farriar að tíðkast, að minnsta
kosti á suðurlandi. Fjárhúsin voru nyrðra alstaðar
garðahús, og að sínu leyti miklu betri en bæjarhús-
in. Við hvert hús, eða húsin, ef þau stóðu saman,
var heytóptin, og eins við fjósið fjóstóptin, væri þar
ekki hlaða; en hvergi voru heyin sótt í heygarð,
eins og tízka er á suðurlandi.
Klœðnaður.
Þá ber klæðnaðurinn eigi miður en húsakynnin
ljósan vott um menntunarástandið. Eptir þvi sem
fegurðartilfinning manna og smekkur fyrir þvi, að
koma snyrtilega fyrir sjónir, eykst, eptir þvf verð-
ur klæðnaðurinn skrautlegri, tilbreytingamein og
sniðið á fötunum svo lagað, að þau fari sem bezt,
og við vaxandi menningu opnast augu manna á all-
an hátt fyrir því, að gjöra líf sitt sem þægilegast,
en þar til heyrir, að fötin skýli nægilega fyrir kuld-
anum. Á klæðnaði manna, einkum kvennfólksins,
hefir á síðustu 40 árum orðið breýting, og hún eigi
ia*