Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 207
207
enda var sagt, að menn hefðu undir eins svo a5
kalla á barnsaldri farið að æfa sig í að skjóta með
priki. Skutulsstöngin var löng, 6—8 álnir; framan í
henni var skutullinn, og við hann var fest færi til
að halda selnum.
Silungsveiði og laxveiði var að eins stunduð til
matar —laxinn var þá eigi orðinn verzlunarvara—
og litið kapp lagt á, að minnsta kosti við laxveið-
ina, enda var hún eigi víða í Skagafirðinum. Rjúpna-
veiði var sumstaðar stunduð, en eigi voru þær skotn-
ar, heldur alstaðar veiddar í vað, sem kallað var.
Vaðurinn var spunninn úr togi, 20—30 faðma lang-
ur, með tveim snörum úr hrosshári. Voru tveir
jafnan við veiðina og hjeldu sinn í hvorn enda
vaðsins, og miðuðu annari hvorri snörunni ofan á,
höfuð rjúpunni, en ekki var hægt að veiða, nema
lygnt væri eða mjög hægur vindur.
Hrokkelsaveiði var mikið stunduð, og varð opt
mikið gagn að, og kom sjer mjög vei, því opt var
þá vetrarforði farinn að minnka. Voru grásleppu-
netin unnin úr togi og tvinnað í þau, en teinarnir
optast spunnir úr hrosshári, og þótti þetta þá vel
duga.
Undir eins og börn komu nokkuð til vits, var
þeim kennt að prjóna, og það eigi síður piltbörnum
en stúlkubörnum. Sátu þá flestir yngri og eldri við-
að vinna prjónles fram að jólum. Var börnum sett.
fyrir, úr því þau voru orðin 8 vetra, að skila vissu
prjónlesi eptir vikuna, venjulega tvennum sjóvettl-
ingapörum, og svo meira eptir því sem þau eltust^
en fullorðið fólk vann eingirnis- og tvíbandssokka,
eða þá duggarapeysur, og var hið mesta kapp lagt
á vinnu þessa, enda voru þá bæði karlar og kon-
ur mjög fljót að prjóna. Prjónuðu tveir og tveir