Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 126
myndin meíra persónuleg; og seinna meir æxluðust
út af þessu hugmyndirnar um allan hinn mikla guða-
fjölda, þegar eptirtektin á öflum náttúrunnar og and-
ans varð ríkari og magnaðri, eptir þvi, sem tímarnir
liðu fram. Vér getum minnzt á nokkra staði, í heiðiu
um ritum, þar sem guð er beinlínis nefndur eins
og vér trúum. Evmeus svínahirðir segir við Odys-
seif: »Guð veitir eitt, og synjar um annað, allt eptir
þvi, sem hans vilji er til, því hann megnar allt«
fleo? 8sto jJLav Swcrst, zó 5’ááos'., orrí xsv w sflsXYjj
80varai áravva, Od. XIV, 444); Hesiodus segir;
»Guðs auga sér og finnur allt« (závrá t’Swv Atof 09-
ífaXsjiof xcd 7cávra vorjaaf, Op. 267); og þó að »guðir«fe
sé nefndir, þá er auðfundið, að það er hrein guðs-.
hugmynd, en ekki goðfræðisleg (mythologisk), t. a._
m. »guðirnir vita allt« (Od. IV. 379). Vér ggetumi
fundið enn fleiri svipuð dæmi ef vér vildurq, Allt
eins stendur á þar sem Ovidíus segir: »Est Deus.
in nobis, animusque calescit ab illo«: það er enginn
»mythologiskur« guð. Hin fræga bæn Aþenumannat
•uaov úo-ov w 9O.S Zs’j: hvað er hún annað en gefð’"
okkur regn, góði guð«? (því nafnið Zsy? úít'.oc og
Jupiter pluvius hefir alþýða aldrei þekkt); eða þetta
hjá Hóratiusi: »satis est orare Jovem quae ponit et;
aufert«; stæði hjer »qui donat et aufert« (sem,
raunar væri réttara), þá væri það sama hugs-.
ún, sem »drottinn gaf, drottinn tók«. Þegar
orustan stóð við Salamis, þá varð jarðskjálfti, og
þá beiddu Grikkir fyrst til allra guðanna í einu, en
síðan til Eakus’s niðja, Aiants og Telamons (Hero-
dot. VIII. 64), og segir Gellius (Noct. Att. II. 28), að
þeir hafl haft þessa aðferð til þess að truflast ekki í
trúnni (ne alium pro alio nominando falsa reli-
gione populum alligarent — dei nomen ... statuere