Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 255
255
ur sje nú farið með kvennfólk hjer á landi, ekkí
sízt konurnar, heldur en venja var til, þá er jeg
man fyrst eptir. Margar fátækar konur gengu þá
til útivinnu eins og vinnukonur, og auk þess höfðu
þær búverkin kvöld og morgun, urðu að fara fyrst
á fætur og seinast til hvíldar, og á þessu var lítil
eða engin breyting, þó þær væru vanfærar, meðan,
þær gátu á fótum verið.
Um þá menn heyrði jeg talað, er höfðu þann,
sið, að hafa lyklana sjálfir, og skammta konunnir
flest í hendurnar, taka við skökunni af strokknum
og læsa hana niður, en slíkt var þó mjög ótítt, og
mun nú sá snataháttur, sem betur fer, víðast, ef'
eigi alstaðar horfinn. Hitt var miklu tíðara, að eU
konur vildu kaupa eitthvað, þó til heimilisþarfa
væri, eða gefa eitthvað smáræði, þá urðu þær a&
gjöra það á bak við menn sína; annars voru illindí
og ávítur vísar. Þær urðu því að laurna undan
ullarhári eða smjörögn. Vinnukonan, sem send var
með þetta til næsta bæjar, til þess, sem kaupa átti
fyrir það í kaupstaðnum, varð að vera þagmælsk^.
og það þurfti að fá henni eitthvert sennilegt erindi^.
væri bóndinn heima. Sá er keypti varð og að vera
þagmælskur og ærið ráðsnjallur, ef hann átti að
geta komið því til konunnar, svo að bónda grunaði
eigi neitt, en konan var einlægt á nálum, þangað til
allt var komið í kring. Hversu mjög slík meðferð
hafi auðmýkt kvennmanninn og gjört hana ístöðu-
lausa og óeinlæga í allri framkomu gagnvart bónd-
anum, að því þarf engum getum að leiða. En það
má hin mesta furða heita, að harðstjórn karlmanna
við kvennfólk fyrr meir, einkum eiginmanna við kon-
ur sínar, hefir eigi dregið verri dilk eptir sig fyrir
sjáifstæði íslenzkra kvenna og þrek, en reynd hefir