Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 120
120
Eins og nærri má geta, var útgáfan og þýðingarnar
laklegar, þar sem þetta var ekki einungis frumsmíð,
heldur voru allir eins og ærðir og svimaðir. Guð-
munður Andrésson gerði athugasemdir við þýðingu
Stefáns Olafssonar á Völuspá, og heldur þar fram,
að Sæmundur hafi ritað Eddukviðurnar með latínu-
letri upp eptir rúna-bókum, og þeirri meiningu fylgir
Reseníus. Brynjúlfur biskup og Oli Worm rituðu
öll dæmi úr Eddu með rúnum, og ætlar Arni Magn-
ússon, að það muni benda til þess, að sú hafi verið
ætlan þeirra. Árni er á móti þvi, að bækur hafi til
forna verið ritaðar með- rúnum (Vita Sæm. p. XIV),
en Dr. B. M. Olsen hefir sannað hið gagnstæða
(Runerne i den oldislandske Literatur, Kbh. 1883).
Við því var ekki að búast, að íslendingar átt-
uðu sig á myrkviðri fornaldarinnar. Það er svo
langt frá því, að vér nú getum í fljótu bragði skilið
fornvísur og margt í Eddukviðunum, að menn gátu
það heldur ekki í fornöldinni sjálfri, eins og vér vit-
um af sögunum. Það sást líka, hversu bágt þeir
íslendingar áttu með þetta, sem Worm leitaði upp-
lýsinga hjá; hann segir (Lit. Run. p. 192): »lpsils-
landi, poetico non afflati spiritu, veterum rhythmos
aut etiam recentiores ex Eddico compositos funda-
mento non percipiunt«, enda fékk hann opt ónógog
tvíræð svör frá Brynjúlfi biskupi og Arngrími lærða;
getur vel verið, að þeir hafi ekki getað leyst úr öll-
um spurningum Worms. En þetta er ekki svo und-
arlegt, þar sem menn þá voru svo ruglaðir, að þeir
vissu ekki hvað þeir áttu að kalla málið á Eddunni;
stundum hét það raunar íslenzka, en svo einnig
»Götiska«, og »nostra lingua« hjá Worm (Lit. Run.
p. 192)—jafnvel á vorum dögum átti að kalla skáld-