Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 226
226
Þóttu þeir beztu gestir, er enginn taldi eptir sjer að
hýsa, en allir urðu fegnir að sjá. Man jeg eptir
einum manni slíkum, Sigurði nokkrum Arasyni.
Hann átti heima úti á Skaga við Skagafjörð, og hjelt
sjer stundum uppi á veturna fram í sveitinni við
kvæðaskap, og var alstaðar velkominn. Að rímna-
kveðskapnum þótti hin bezta skemmtun og gekk þá
vinnan fjörugt, og betur gekk að vaka fram á lág-
nættið en ella, enda þurfti á hinum löngu vetrar-
kvöldum við hið dimma lýsisljós eitthvað, til þess
að dusta upp lundina og halda augunum opnum.
Miklu meira kunnu menn þá utan að en nú
gjörist, einkum gamla fólkið, og mundu menn nú
undrast mjög, að heyra öll þau ósköp, er sumir
þuldu þá upp úr sjer. Það sem menn kunnu var
einkum: sögur, þulur, kvæði og rímur. Sögurnar
voru sjerstaklega huldufólks- og draugasögur, og
ýms gömul æfintýri; er sumt af þessu prentað í
þjóðsögunum, en sumt ekki. Kvæðin voru gömul
kvæði, t. d. Veroníkukvæði, Sjösonakvæði o. s. frv.
Sögðu einkum gamlar konur sögur þessar, og þuldu
kvæðin og þulurnar í rökkrunum á kvöldin, viku
eptir viku og mánuð eptir mánuð. En börnin og
unglingar þyrptust að, og fengu aldrei nóg, einkum
af sögunum.
Þegar Þjóðólfur kom fyrst með æskuna og fjör-
ið, var honum tekið tveim höndum, og hann lesinn
hátt fyrir heimilisfólkið. Síðan hefir blaðamennskan
einlægt farið vaxandi og eru blöðin nú orðin eins
konar daglegt brauð á andlegan hátt, sem enginn
getur án verið, er nokkur mannræna er í; en opt
hefirþað veriðfundið að blöðunum flestum, hversu lítinn
kjark þau hefðu til að víta almenn og skaðleg þjóð-
lýti; en í þessu efni, eins og mörgu öðru hjer á landi,