Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 163
163
síðan skundaði hann til að hjálpa heiminum við;
hann drap hinn mikla dreka Vritra, leysti vötnin,
sem voru fjötruð í fjöllunum, og frelsaði sólina og
morgungyðjurnar úr fángelsinu. Lengi hlaut hann
að berjast einn, því guðirnir voru orðnir svo mátt-
litlir, að þeir gátu ekki hjálpað honum, þangað til
Vishnu kom honum til liðs.
Þannig er hin austræna eða indverska goðsögn
um Indra; en með hinum germönsku eða norrænu
þjóðum hefir þetta týnzt, eða það hefir ekki borizt
með. Samt þykir sem þekkja megi einhver fáein
brot af þessu í formála Snorra-Eddu; þar segir, að
Þórr hafi verið fóstraður í Þrakíu af hertoga nokkr-
um, að nafni Lórikus: »En er hann var .x. vetra,
þá tók hann við vopnum föður síns. Svo var hann
fagr álitum, er hann kom með öðrum mönnum, sem
þá er fílsbein er grafit í eik; hár hans er fegra en
gull. Þá er hann var .xii. vetra, hafði hann fullt
afl; þá lypti hann af jörðu .x. bjarnstökum öllum
senn, ok þá drap hann Lóríkus hertoga, fóstra sinn,
ok konu hans, Lora eða Glora, ok eignaði sér ríkit
Tracía, þat köllum vér Þrúðheim. Þá fór hann víða
um lönd, ok kannaði heimsálfur, ok sigraði einn sam-
an alla berserki ok alla risa, ok einn hinn mesta
dreka ok mörg dýr«. (Indra-Þórr-Zevs-Jupiter er
allt sama hugmyndin; sagt var að Júpíter hefði far-
ið fimm sinnum í kring um jörðina, og hafði Enníus
það eptir Evhemerusi, Lact. Inst. cap. XI). f vorri
goðafræði er Þórr kallaður »fóstri Vingnis okHlóru<;
hann er ok kallaður »Hlórriði«, og má leiða það
annaðhvort af »Hlóra« (sem er = Lora og Glora í
form.), eða þá af öðrum rótum, en annars er hér
ruglingur í nöfnunum, Þórr leystur upp í aðrar ver-
ur og þar fram eptir götum, til þess að fá út ættar-
11*