Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 230
230
þessu sagt til þess að sýna, hversu vissir menn þótt-
ust í þessu efni. Ætla jeg, að það sje fullkomlega
víst, að eins og menn trúðu því fyrir fullt og fast,
að huldufólk væri til, eins hafa menn verið sann-
færðir um, að þeir hafi sjálfir sjeð það, eigi að eins
i svefni, heldur og í vöku, og orðið varir við at-
hafnir þess og bjargræðisútvegi. Jeg heyrði svo
marga sannorða menn á æskuárum mínum segja
frá slíku með þeirri alvörugefni og sannfæringar-
afli, að óhugsandi er, að slíkt hafi verið ásetnings-
skrök.
Draugatrú var og allmikil í uppvexti mínum,
en þó voru það helzt svipir dauðra manna, er menn
urðu varir við, en minna af uppvakningum, því að
þeir voru þá flestir fyrir löngu dauðir, er fengizt
höfðu við að vekja upp nyrðra, t. d. Jón goddi.
Skip fórst einhverju sinni á Reykjaströnd, er jeg var
hjer um bil 7 ára, og var á því unglingsmaður frá
prestssetrinu. Nóttina eptir komhann á glugga yfir
rúmi prestsins og kvað:
helkafnaðir allir erum,
á Málmeyjarsundi fórum.
Sást hann þar síðan opt á gangi heima á staðnum
i sömu gráu úlpunni og sauðsvörtu buxunum, sem
hann var í, er hann fór seinast að heiman. A
Skaga var draugur, Eiríkur nokkur, sem mig minn-
ir að jeg heyrði kallaðan »Eirík góða«. Hann var
meinleysingi og væfla, og reyndi helzt að villa fyr-
ir mönnum í dimmviðri og fjúki, og vildi þá teygja
menn af hömrum fram, en fáum gat hann orðið að
meini, sökum vesalmennsku. Þá var Þorgeirsboli
stundum á ferðinni í Skagafirðinum, og Árbæjar-
Skotta, og jafnvel hafði hinn alkunni Írafells-Móri
gjört þar vart við sig, eptir því sem jeg heyrði sagt