Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 177
177
tnáttu, áður en þær ljetu hann á skjáinn yfir rúminu
sínu, og þegar þær voru að hannnyrða, sátu þær
uppi í rúminu sem næst skjánum, til að hafa birtuna
sem bezta. Hún kvaðst muna það vel, að þegar
hún var hjer um bil 8 ára, að þá hefði hún heyrt
getið um nýjan stóran og prýðilegan glerglugga, sem
settur hefði verið í baðstofuna í Glaumbæ, og hefði
mikið verið talað um þá Ijómandi birtu, sem hann
bæri, og fólk hefði komið betur til kirkju en vant
var fyrst í stað, til að skoða dýrðina. Þetta hefir
verið 1819—1820, og man jeg vel eptir glugga þess-
um á suðurenda baðstofunnar; var það 4 rúðna
gluggi og ekki ýkjastór, eptir því sem nú er titt.
Gluggarnir, og það í mínu minni, voru ærið litlir,
venjulegast með 2 rúðum eða þá með 4 rúðum, en
þeim þá naumast stærri en vænn mannslófi hver.
Þegar jeg man fyrst til mín, bjuggu foreldrar mínir
í baðstofu, sem orðin var 20 ára gömul eða rúml. það.
Á henni voru 2 glergluggar mjög litlir, sinn á hvorri
hlið á þekjunni. Inn af henni var eitt stafgólf af-
þiljað, sem kallað var »húsið«; það hafði vel efnað-
ur uppgjafaprestur byggt handa sjer, þegar hann
flutti að jörðinni 1824. Var það 4 álnirá breidd, að
mig minnir, rept upp með reisifjöl, og einn lítill gler-
gluggi á þekjunni. Reisifjölin var svo svört af ljós-
reyk, að þegar sólin skein um gluggakrílið, var eins
og hún skini á mósvartan lepp; en þó þótti mjer
jafnvel þar sólargeislinn undurfagur og gladdist af
því að sjá hann.
Eins og geta má nærri, voru baðstofurnar marg-
ar hverjar allt annað en skemmtilegir eða værileg-
ir bústaðir. Þegar mikið rigndi, láku þær og mikið.
Höfðu menn þá á daginn trog og önnur ílát í rúm-
unum, til að taka á móti lekavatninu, en á næturn-
12